Ægir - 01.02.1995, Side 32
Þar sem Þjóðverjar fundu ab
geymluþoliö í þessum rann-
sóknum virtist háð umhverfis-
hita gerðu þeir framhaldstil-
raunir um borb í rannsókna-
skipi sínu. Þeir mældu hitastig
í karfa sem geymdur var í
bráðnandi ís við annars vegar
+0,5°C og hins vegar við +4°C.
Hiti í karfanum var um +0,5°C
þegar umhverfishiti var +4°C.
Þegar umhverfishiti var um
+0,5°C var hitastig karfans ná-
lægt -0,5°C. Munurinn er um
ein gráða sem getur þýtt lengra
geymsluþol (jafnvel allt að 5
daga). Útskýring Þjóðverjanna
á þessum hitamun í karfanum
er sú ab við 4°C er orka til
bráðnunar íssins tekin úr loft-
inu. í tilraunum þar sem hiti
er 1°C eða lægri er ekki hægt
að taka bráðnunarhitann úr
loftinu og er hann hugsanlega
tekinn úr vatnsfasa fisksins
þannig ab hitastig fisksins fer
undir 0°C.
Heildarniðurstöður
Niðurstöður þessara rann-
sókna sýna að ef geymsluað-
stæður um borð í skipi eru
góðar, rétt ísing og hitastig í
lest um 0,5°C, er unnt að ná 3
vikna geymsluþoli á karfa.
Niburstöburnar sýndu einnig
að ísaður karfi veiddur síðustu
5 daga veiðiferðar getur
geymst í allt að 12 daga en
fiskur veiddur 14 dögum fyrir
löndun á einungis eftir 4 til 6
daga þegar í land er komið.
Þessar niðurstöður gáfu til
kynna að karfinn geymdist
lengur í ís þegar umhverfishiti
var 0,5°C en þegar umhverfis-
hiti var 4°C. □
Emilía Martinsdóttir starfar á
Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins.
Greinin er byggð á grein í
Intemational Jonrnal ofFood
Science and Technology í júní
1994 eftir Hartjut Rehbein, Emilíu
Martinsdóttur, Friðrik Blomsterber,
Grím Valdimarsson og Jörg
Öhlenscláger.
SAMEINAST
Auglýsingin sem birtist
hér til hlibar vakti at-
hygli margra þegar hún
birtist í Morgunblabinu
þann 22. janúar sl. Gub-
mundur Ingason, sem
rekur útflutningsfyrir-
tækib G. Ingason Sea-
food í Hafnarfirði, gekk
meb birtingu hennar
fram fyrir skjöldu og
vill mynda sjóð sameig-
inlegrar þekkingar á
því hverja beri helst að
varast í vibskiptum
meb fisk. En hefur verið
svindlab rækilega á
Guðmundi nýlega fyrst
hann lét verða af því að
birta auglýsinguna?
„Ég hef auðvitað lent í
því eins og margir aðrir.
Það finnast skúrkar í
þessum bransa eins og
annars staðar, bæbi innan lands og utan, og þeir reyna oft að notfæra sér reynsluleysi
manna. Ég vil reyna að koma í veg fyrir það með því að menn skiptist á upplýsingum
um varasama aðila."
Guðmundur Ingason er líffrœðingur að mennt sem starfaði hjá Hafrannsóknastopi-
uninni og síðar hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða áður en hann fór út í sjálfstœðan
rekstur 1987. Hann hefur því fjölþœtta reynslu afýmiss konar viðskiptum.
„Ég hef verið að selja fisk í 10 ár frá því að ég hætti sem deildarstjóri hjá Fram-
leiðslueftirlitinu þegar það var lagt niður. Okkur hefur gengið ágætlega."
Svindlað á tegundum
En hvemig svindla menn hverjir á öðmm?
„Ég hef séð framleiðendur innanlands reyna að afsetja fisk sem hefur verið hafnað
hvað eftir annað. Fiskurinn er kannski af einhverjum ástæðum óhæfur til sölu og þá
er reynt að koma þessum síðustu brettum út til einhvers sem þekkir ekki nógu vel til.
Ég hef séð menn pakka fiski í rangar umbúðir til þess ab reyna að koma honum út og
svindla þannig á tegundum.
Hingab kom Spánverji fyrir tveimur árum. Hann vildi kaupa humar en humar er
dýr vara, kostar 5 milljónir hver gámur. Ég endaði með því ab selja honum einn gám
sem hefur aldrei verið greidd króna fyrir. Ég var greiðslutryggöur svo mitt tjón varð
ekki algjört en tryggingafélagið er enn að reyna að rukka kaupandann sem er enn
starfandi. Ég þekki dæmi um ab kaupendur fá sent eitt eða tvö bretti til prufu sem
þeir síðan hafna vegna einhverra galla. Þá stendur seljandinn frammi fyrir því að það
er gífurlega kostnaðarsamt að taka þessa litlu sendingu hingað heim aftur og lætur
kannski kyrrt liggja. Þannig veröur hagnabur svikahrappsins 100% þó ekkert hafi ver-
ið athugavert við fiskinn."
Sölumenn sjávarafurða
Undirritaður hefur áhuga á að mynda
samskiptanet um aðila sem við höfum skað-
ast á hérlendis og erlendis.
★ Engar greiðslur.
★ Óvægar kvartanir.
★ Léleg gæði eða vörusvik o.fl.
Þetta yrði hinn „svarti kladdi" okkar
viðskipta.
Áhugasamir um þetta samskiptanet vinsam-
lega hafið samband eða faxið upplýsingar
með nafni og símanúmeri/faxi til Guðmundar
Ingasonar, sími 653523, fax 654044.
G. Ingason Seafood
Seafood Export & Quality Controi
Fomubúdir 8, 220 Hafnarfjördur, loéland
Tel. (354)-1-653525 - Telex 3176 GING IS -
Telefax (354)-1-654044
32 ÆGIR FEBRÚAR 1995