Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1995, Side 34

Ægir - 01.02.1995, Side 34
Héðinn-Smiðja í Garðabæ: Sinnum útgerðinni fyrst og fremst „Við höfum alltaf lagt höfuöáherslu á aö sinna flotanum meö þjónustu og nýsmíði. Þó við sinnum ýmsum verk- efnum er útgerðin okkar traustasti viðskiptavinur," sagði Guðmundur Sveinsson framkvæmdastjóri Héðins- Smiöju í Garðabæ. Þær breytingar voru gerðar á starfsemi Héðins um síðustu áramót að fyrirtækinu var skipt í þrjár sjálfstæðar einingar: Héðinn-Garðastál, Héðinn-Verslun og Héðinn-Smiðju. Þetta var gert eftir að reksturinn hafði verið rekinn í þessum þremur einingum í nokkur ár. „Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur hlutur sem hafði þróast um langa hríð," segir Guðmundur. Breytingar hafa ekki orðið á eignarhlutföllum við þessa skiptingu en að sögn Guðmundar er staða fyrirtækisins styrk og eiginfjár- staðan góð og engar hömlur á hlutafjárviðskiptum. Þrjú starfssvið Starfsemi Héðins-Smiðju hf. skiptist í þrjú svið. Undir hið fyrsta heyra verkstæði, renniverkstæði, véladeild og plötuverkstæði. Á næsta sviði eru tæknideild, skip, fisk- mjöl, hurðir/hús og almennar framkvæmdir. Þriðja sviðið er fyrir fjármál, skrifstofurekstur og samþjónustu. Guð- mundur útskýrir síðan að mikil samvinna er einatt milli sviða við úrlausn ýmissa verkefna sem koma inn á borð fyrirtækisins. „Það getur hvorugur armur fyrirtækisins lifað án hins. Við úrlausn verkefna, tilboðsgerð og daglegan rekstur er samvinnan mjög náin." Héðinn-Smiðja hf. er umbobsaðili fyrir Westfalia skil- vindur, Stord búnað í fiskmjölsverksmiðjur, Boiler katla, Bergen Diesel skipsvélar, Brattvaag/Norwinch togvindur, Tenfjord/Frydenbö stýrisvélar, Ulstein skrúfubúnað og má af þessari upptalningu og skiptingu milli sviða fyrirtækisins ráða hver helstu viðfangsefni fyrirtækisins eru, en það eru breytingar, vibgerðir og alls kyns þjónusta við skipaflota ís- lendinga; fiskvinnsla og fiskmjölsverksmiðjur eru meðal stórra viðskiptavina. Héðinn-Smiðja hf. er um að bil þriðjungurinn af upphaf- lega fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 60 manns að jafnaði, flest iðnaðarmenn og sérhæfðir tæknimenn. „Vib höfum skilgreint okkur sem þjónustu- og viögerðar- stöð,” segir Guðmundur. „Þú getur fengið hvaða hlut sem er smíðaðan hér og vib teljum okkur talsvert góba í því en framleiðsla beinlínis er ekki okkar fag. Við smíðum ekki skip. Það eru aðrir í því." Um þessar mundir er talsvert rætt um kreppu í skipa- smíðum en Guðmundur segir að það sé engin kreppa í við- gerðum og þjónustu eins og Héðinn fæst við. Ægir Björgvinsson (til vinstri), sérfræöingur í gírum og spilum, Guömundur Sveinsson framkvæmdastjóri og Þorleifur Gíslason, þjónustustjóri Ulstein. Þrautþjálfað lið „Vib höfum lagt mikla áherslu á okkar markaðsmál og höfum t.d. gefið út fréttabréf frá árinu 1992. Með því end- urspeglum við starfsemi fyrirtækisins gagnvart okkar vib- skiptavinum. Við eigum ekki gott með að auglýsa okkur á hefðbundinn hátt en þessi aðferð hefur gefist vel. Við erum með þrautþjálfað lið, góða smiðju, góð sam- bönd og traustan bakgrunn í faginu. Okkur á að geta gengið mjög vel hér eftir sem hingað til." Þegar gengið er um smiðjuna með Guðmundi verða ýmis verkefni á vegi okkar, þó sérhæfða þekkingu þurfi til þess að bera kennsl á ýmsa hluti þar innan veggja. Þab er verið að setja saman spil fyrir loðnubát, það er nýbúið að senda burt sjóðara í loönuverksmiðju sem bíður hráefnis og þab er ver- ið aö dytta að sérsmíðuðum pöllum fyrir karlakór. Þannig hyggur hver að sínu og athygli vekur hve snyrtilegt og skipulegt allt er innan dyra þó unnið sé meb óþrifaleg efni sums staðar. Guðmundur segir að lögð sé mikil áhersla á þrifalega umgengni því henni fylgi eintómir kostir og það séu sjálfsögð mannréttindi að vinna í hreinlegu umhverfi. Móburfyrirtækið Héðinn hf. var stofnað 1922 og átti því 70 ára afmæli 1992. Það var stofnað um vélsmiðju sem hafði verið starfrækt frá árinu 1895 við Aðalstræti 6 í Reykjavík. Starfsemin má því heita jafngömul sögu málm- iönaðar á íslandi og auðheyrt að menn eru stoltir af þessum menningararfi og vilja gjarna viðhalda því góba orbspori sem nafn Héðins hefur getið sér gegnum tíðina. „Þetta fyrirtæki hefur aldrei á ferli sínum borgað dag- sektir vegna verks sem það hefur tekið að sér," segir Guö- mundur. □ 34 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.