Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 36
Arni Finnsson starfsmaöur Greenpeace:
/
Viljum vinna með Islendingum
Stefna Greenpeace í hvalveiðum ekki notuö sem skiptimynt
Þab virbist útbreidd skobun á ís-
landi ab næsta verkefni Greenpeace-
samtakanna verbi afskipti af fisk-
veibum, meb líkum hætti og sam-
tökin hafa um árabil beitt sér gegn
hvalveibum, og þau muni vilja hafa
hönd í bagga meb því hvernig ís-
Iendingar umgangast aublindir sín-
ar. Arni Finnsson er eini Islending-
urinn sem starfar fyrir Greenpeace
en hann vinnur á skrifstofu samtak-
anna í Gautaborg. Ægir spurbi Árna
hvort ástæba væri fyrir íslendinga
ab óttast afskipti Greenpeace af fisk-
veibum hér vib land og hvort slík af-
skipti væru á dagskrá samtakanna?
Rússnesk rúlletta
„Nei. Markmib Greenpeace er ekki
ab skipta sér af fiskveibum íslendinga
meb þeim hætti. Samtökin vilja stöbva
ofveibi og rányrkju á fiskistofnum
hvort sem þab er vib ísland, í Norbur-
sjó eba undan ströndum Kanada. Nýt-
ingin skal vera á forsendum náttúr-
unnar. Heildarafli í heiminum fer
minnkandi og þorskafli vib ísland hef-
ur verib meb lakasta móti. Ástandib er
alvarlegt og brýnt aö fara aö öllu meb
gát. Viö sjáum hvað gerðist í Kanada.
Hrun eins stofns getur haft mikil og
alvarleg áhrif á vistkerfi sjávar og þess
vegna hafa umhverfisverndarsamtök
áhyggjur af ofveiði. Menn em í mörg-
um tilvikum að spila rússneska rúllettu
með auðlindir sjávar og gott dæmi er
fiskveiðistefna Evrópubandalagsins
sem hefur mistekist gjörsamlega. Fisk-
veiðistefna íslendinga hefur tekist
mun betur þó vissulega sjáist hættu-
merki."
Beitum ekki ofbeldi
Mun Greenpeace beita einhverjum
öðrum aðgerðum en áróðri til þess að
sporna gegn ofveiði fiskveiðiþjóða? Eru
einhver önnur voþn í búrinu?
„Baráttuaðferöir Greenpeace-sam-
takanna felast í því að koma upplýs-
ingum til almennings. Meginreglan er
sú ab við beitum ekki ofbeldi Ef þorsk-
stofninn við ísland hrynur þá getum
vib ekki mikið að gert. Það bitnar fyrst
og fremst á íslendingum sjálfum. Við
höfum engar refsiaögerðir á taktein-
um. Islendingar græða mest á því ab
vernda þorskinn."
/ Ijósi þess hve samskipti umhverfis-
verndarsamtaka, sérstaklega Green-
peace, við íslendinga og aðrar þjóðir á
norðurhjara heimsins hafa verið erfið,
er ekki hœtt við að aðvaranir Green-
peace falli í grýttan jarðveg? Verður
nokkuð lilustað á ykkur?
„Þaö kann að vera erfitt en við
megum ekki gefast upp fyrir því."
Getið þið farið einhverjar leiðir til
þess að sœtta ólík sjónarmið og frið-
mcelst þannig við þjóðir eins og íslend-
inga og Norðmenn t.d.?
„Vib höfum reynt það. Við höfum
gefið út bæklinga þar sem reifuð eru
helstu áhersluatriði samtakanna varð-
andi umhverfismál Norður-Atlants-
hafsins. Þar er fjallað um fiskveiðar,
megnun sjávar, eyðingu ósónlagsins,
gróðurhúsaáhrif og mengun af völdum
geislavirkra efna. Þetta eru mál sem
koma okkur öllum við og ég hygg að
við ættum ab geta unnið saman að.
Ég tel að sá hasar sem varð út af
hvalveiðunum á sínum tíma hafi ekki
verið til góðs fyrir samskiptin, því
miður. Hins vegar verðum við ein-
hvern veginn ab geta unnið með þeim
fiskveiðiþjóðum sem eiga allt sitt und-
ir verndun lífríkis sjávar."
Norðmenn hafa hafíð hrefnuveiðar á
ný. Grœnfriðungum hefur ekki tekist að
stöðva þœr og hótanir þeirra um við-
skiptaþvinganir í mótmœlaskyni virðast
ekki hafa borið árangur. Hér á íslandi
er mikið rœtt um að hefja hrefnuveiðar
með formlegum hœtti. í Ijósi þess sem
Árni Finnsson, starfsmaður Greenpeace.
er að gerast í Noregi er ísiendingum ekki
óhœtt að hefja veiðar í trausti þess að
Grœnfriðungar muni ekki beita sér gegn
því?
„Þetta er spurning um hvort íslend-
ingar muni ganga gegn alþjóðlegum
samþykktum um verndun hvala. Norb-
menn hafa leyft sér þab og þab er mjög
miður. Hagsmunir íslendinga felast í
því að stuðla að meiri sátt um verndun
umhverfisins. Ab fara ab dæmi Norð-
manna væri vítavert en ég tel ekki lík-
legt ab Islendingar muni ganga gegn
vilja Alþjóöahvalveiöiráðsins.
Hvab Greenpeace-samtökin gera er
ómögulegt ab segja. Okkar helsta bar-
áttumál í Norðurhöfum er að fiskveið-
um sé stjórnað með skynsamlegum
hætti og að komið verði í veg fyrir
mengun sjávar frá landstöðvum. ís-
lendingar hafa unnið ötullega ab þeim
málum og þannig stutt okkar mál-
stað."
Áfram á móti hvalveiðum
í ábataskyni
Má halda því fram að Grœnfriðung-
ar œttu að leggja afandstöðu sína gegn
hrefhuveiðum, sem sannanlega eru ekki
ógnun við stofninn, til þess að bœta
samskiptin við þjóðir á norðurhjara?
36 ÆGIR FEBRÚAR 1995