Ægir - 01.02.1995, Page 37
„Viö höfum ekki lagst gegn hvalveiðum
sem slíkum, t.d. hrefnuveiðum Grænlend-
inga til sjálfsþurftar. Við leggjumst gegn
hvalveiðum í ábataskyni. Það er kjarni máls-
ins. Ég tel afar mikilvægt að umhverfis-
verndarsamtök eins og Greenpeace séu trú
sinni stefnu og gefi ekkert eftir. Baráttan
gegn hvalveiðum er abeins hluti af stefnu
okkar og þab er ákaflega brýnt að vib náum
samstöðu með íslendingum, Færeyingum og
Grænlendingum um mikilvæg baráttumál
eins og mengun sjávar, stjórn fiskveiða,
bann við losun geislavirks úrgangs og eftirlit
með og stjórn á úthafsveiðum."
Hvalamáliö kom í veg fyrir samvinnu
En er ekki afar ósennilegt að samstaða ná-
ist með þessum þjóðum meðan samtökin berj-
ast gegn hvalveiðum sem allar þessar þjóðir
telja jafit mikilvœgar og sjálfsagðar og raun
ber vitni? Getið þið barist með þessum þjóð-
um á öðrum vœngnum en á móti þeim á
hinum vœngnum?
„Ég held að það hljóti að vera hægt. Þaö
er margt sameiginlegt í afstöðu íslenskra
stjórnvalda og Greenpeace í umhverfismál-
um sem vib ættum að geta unnið saman ab
án þess að láta ágreining um einstök atriði
spilla því.
Auðvitað hefur hvalveiðimálið valdið erf-
iðleikum í samskiptum okkar við þjóbir eins
og íslendinga. Vib gerðum þau mistök á sín-
um tíma að berjast eingöngu gegn hvalveið-
um íslendinga án þess ab leggja samtímis
áherslu á þau baráttumál okkar sem íslend-
ingar studdu. Við hefðum víða getaö unnið
betur saman en hvalamálið varð á milli. Nú
eru engar hvalveiðar í gangi svo við ættum
ekki ab þurfa að deila um það. Hrefnuveiöar
eru ekki stærsta hagsmunamál íslendinga.
Hitt er alveg ljóst að hrefnuveiðarnar og
afstaba Greenpeace í því máli verður ekki
notað sem skiptimynt til þess ab semja ein-
hvers konar frið við íslendinga. Við munum
ekki hvika frá okkar stefnu enda varla nauð-
synlegt að kaupa íslendinga til þess að gera
það sem þeir þurfa að gera."
Eru einhverjar viðrœður eða samvinna
milli Greenpeace og hagsmunasamtaka í ís-
lenskum sjávarútvegi eða fiskiðnaði eða snið-
ganga aðilar samtökin algjörlega?
„Nei því miður. Það eru engin formleg
samskipti í gangi. Við höfum sent samtök-
um í sjávarútvegi hér á landi upplýsingar og
FEROFORM
LEGUROG LEGUEFNI
ASBESTFRÍTT GERVIEFNI ÁN MÁLMA
NOTKUNARMÖGULEIKAR í SKIP OG BÁTA:
Stefnislegur og millilegur fyrir skrúfuása.
Stýrisstamma, hæl- og flabsalegur.
Færibönd og fiskvinnsluvélar.
Legur í blakkir og bómur.
Legur í spil og dælur.
SMURNINGUR / KÆLING:
Sjór - Olía - Feiti - Sjálfsmurt.
MDVÉLAR HF.
HVALEYRARBRA UT 32 • PÓSTHÓLF 209 • 222 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565-0020 • TELEFAX: 565-0022
kynnt þannig okkar málstað. íslensk hagsmunasamtök hafa hvatt til var-
kárni í umgengni um fiskistofna og það er vel en vandi íslendinga felst
fyrst og fremst í því að hér hefur ekki verið farið að tillögum fiskifræðinga.
Menn keyptu sér hagvöxt fyrirfram með ofveiði."
íslendingar fremstir Norðurlandaþjóða
Við undirbúning umhverfisráðstefnunnar í Rio de janeiro 1992 lögðu ís-
lendingar fram ítariegar tiliögur um vemdun sjávar og var þar einkum fjall-
að um mengun afvöldum þrávirkra eiturefna. Tillögum þessum var frekar
fálega tekið, að sögn Árna, en þó var samþykkt að halda ríkjaráðstefm á
vegum Sameinuðu þjóðanna í Washington í nóvember nk. Undirbúnings-
fundur fyrir þessa ráðstefmi verður á íslandi 6.-10. mars 1995 og þar verður
f/allað um ákvœði sem endanlega verða sett inn í umhverfissáttmálann.
Greenpeace hyggst beita sér afkrafti á umrœddri ráðstefhu og á fundi Norð-
urlandaráðs í lok febrúar til þess að hafa áhrif á ákvœði sáttmálans. Sam-
tökin mega sitja ráðstefnuna sem áheymarfulltrúar.
„Þessi efni, sem valda 70-80% af allri mengun sjávar, eru afar hættuleg.
Þau eru þrávirk og safnast fyrir í fæðukeðjunni. Þessi mengun af völdum
þrávirkra eiturefna er stærsta ógnunin við lífríki sjávar í heild sinni. Verði
ekkert að gert stefnir í algjört óefni.
Vib viljum fyrst og fremst sjá að ákvæði sáttmálans um mengun sjávar
verði lagalega bindandi gagnvart þjóbum sem samþykkja hana. Annars eru
þau haldlítil.
íslendingar eru að mörgu leyti fremstir Norðurlandaþjóða í þessum
efnum meðan t.d. Svíar hafa dregið lappirnar. Hér er um að ræða eitt
stærsta hagsmunamál fiskveibiþjóða vib Norður-Atlantshaf - ab böndum
verði komið á notkun þrávirkra eiturefna. Takist það ekki er lífríki okkar
verulega ógnað og geta orðið varanlegar skemmdir á því." □
ÆGIR FEBRÚAR 1995 37