Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 41

Ægir - 01.02.1995, Qupperneq 41
„Viö erum að leita ýmissa leiða til þess að koma þessum upplýsingum á framfæri til sjófarenda. Vandinn er sá að með því að gefa út stað- setningu er hugsanlega verið að taka ábyrgð á staðsetningu, ábyrgð sem óljóst er hve mikil er og hver skuli bera hana. Staðsetningar þær sem við höfum er mjög mismunandi nákvæmar og áreiðanlegar og fæstar þeirra hafa verið staðreyndar. Sumar þeirra eru byggðar á sól- arhæð frá því á stríðsárunum, en herskip tóku kannski sólarhæð tvisvar á dag svo frávikið getur verið mjög mikið,“ segir Mikael Ólafsson hjá Siglingamálastofnun ríkisins. skrá. Við reynum síðan að flokka nið- ur hve hættuleg flökin teljast, hvort þau t.d. innihalda sprengiefni eða olíu. Við reynum að meta áreiðanleika stað- setningar, hve ná- kvæm hún er," segir Mikael. „Þessi gagna- grunnur, sem byggður er í Access, gefur mikla mögu- leika á að velta upp ýmsum upplýsing- um eftir því hvað menn vilja vita." Er vitað um stað- setningar flestra skipsflaka við ís- land? „Nei, það er mik- ill fjöldi sem ekki er vitað nákvæmlega um. Oft eru þær upplýsingar sem við höfum ekki mjög nákvæmar, til dæmis: Brann undan Malarrifi, ca. 27 mílur suðaustur frá Dalatanga, o.s.frv. Við höfum verið aö leita eftir samstarfi við þá aðila sem selja skipstjórnartölvur í fiskiskip og eiga ágæta flakaskrá sem þó gerir ekki greinarmun á flaki og festu. Oft leynast upplýsingar hjá skipstjórum sem hafa staðsett flök með talsverðri nákvæmni en þær upplýsingar liggja ekki alltaf á lausu. Þegar upplýsingar úr nokkrum áttum eru lagðar saman kemur oft hiö rétta i ljós. Gott dæmi um þetta er flak af kaf- báti sem liggur á Rauöa torginu og margir þekkja en enginn vissi nafnið á. Við gátum fengið upplýsingar frá breskum yfirvöldum sem á sínum tíma sökktu kafbátnum og borið saman við staðsetningar ís- lenskra fiskimanna. Þannig kom nákvæmlega í ljós hvaða kafbátur þetta var og þá er hægt að áætla hve hættulegt flakið er, hve mik- il olía er í því og hve mörg tundur- skeyti." Hver ber ábyrgðina? Siglingamálastofnun hefur ekki gef- ið út sína flakaskrá enn sem komið er. Hvers vegna, Mikael? „Við erum að leita ýmissa leiða til þess að koma þessum upplýsingum á framfæri til sjófarenda. Vandinn er sá að með því aö gefa út staðsetningu er hugsanlega verið að taka ábyrgð á staðsetningu, á- byrgð sem óljóst er hve mikil er og hver skuli bera hana. Staðsetningar þær sem við höfum er mjög mismunandi nákvæmar og áreið- anlegar og fæstar þeirra hafa verið staöreyndar. Sumar þeirra eru byggðar á sólarhæð frá því á stríðsárunum, en herskip tóku kannski sólarhæð tvisvar á dag svo frá- vikið getur verið mjög mikið. Helsta notagildi skrár af þessu tagi er að auka öryggi sjó- farenda og fiski- manna með ná- kvæmum staðsetn- ingum flaka. Það eru mörg dæmi um að skip og bátar hafi sokkið eftir að hafa fest veiðarfæri.” Hvar er Goðafoss? Er ekki nauðsynlegt að gefa svona skrá út með einum eða öbrum hætti? „Jú, auðvitað er það. En vissir þættir varba flóknar siðferbilegar spurningar og verða ekki opinberaðir nema í fullu samráði við yfirvöld. Hver á að gefa upp nákvæma staösetningu flaka sem ef til vill einhver verðmæti leynast í? Á að hreyfa vib flökum sem innihalda jarðneskar leifar manna sem fórust með þeim? Er sú stofnun, og þar með hið opinbera, skaða- bótaskyld ef stað- setningar hættu- legra flaka reynast ekki réttar?" Um þessi atriði og fleiri vantar sem- sagt yfirlýsingu frá íslenskum stjórn- völdum og ef til vill löggjöf. Gott dæmi um Hver ber ábyrgðina? Sjómælingar ríkisins hafa fram til þessa ekki taliö ástæðu til þess að merkja inn á kort flök sem liggja utan fiskislóða og siglingaleiða heldur einbeitt sér að því að merkja nákvæmlega flök sem liggja fast við land, nálægt höfnum eða í akkerislegum. „Við fáum ekki mikiö af upplýsing- um frá sjómönnum," sagbi Róbert Jensson, forstöðumabur Sjómælinga ríkisins, í samtali við Ægi. Róbert sagði að þó merkja ætti öll flök inn á kort væri samt lagt mat á það hjá Sjómælingunum hve nauðsynlegt það væri. Vegna þessa er mikið af upplýsingum um staðsetningu einstakra flaka aðeins varðveitt í „svörtu bókum" einstakra skipstjóra sem skiptast á upplýsingum um stabsetningu þeirra. ÆGIR FEBRÚAR 1995 41

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.