Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1995, Page 42

Ægir - 01.02.1995, Page 42
siðferðileg vandamál af þessum toga, sem Siglingamálastofnun stendur frammi fyrir, er. t.d. flakið af Goða- fossi. Goðafossi var sökkt 10. nóvem- ber 1944 við Garðskaga. Miklar sögur hafa æ síðan gengið um ýmis verð- mæti í farminum en skipið flutti m.a. mikið af kopar í símaköplum. 24 ís- lendingar fórust með Goðafossi og flakið liggur á litlu dýpi og staðsetn- ing þess er allvel þekkt. Sumir segja reyndar að þar sé ekkert flak því Bandamenn hafi varpað djúpsprengj- um á staðinn til þess að eyðileggja flakið svo það yrði ekki að skjóli fyrir kafbáta. Þekkt nýlegt dæmi af þessu tagi er Estonia-slysið á Eystrasalti og deilur um það hvort ná skuli jarðnesk- um leifum úr flakinu eða ekki og hver skuli gera það. „Við höldum áfram ab vinna vib skrána og gera hana sem best úr garði. Það er nægur tími til að taka afstöðu til þess hvernig upplýsingunum verður komiö á framfæri. Það þarf að meta hvaða staðsetningar verða gefnar upp og hverjar ekki. Það þarf að skilgreina hver ber ábyrgð og hve langt hún nær. Við gefum ekki upp staösetninguna á flakinu af Goðafossi svo dæmi sé tekið." Stöðugt er unnið vib ýmis mál sem tengjast skránni og oft verður leitin sambland af grúski og innsæi og víða þarf að leita fanga og hafa margir aðil- ar, innlendir og erlendir, lagt til upp- lýsingar. Leitin hefur borist bæði til Þýskalands og á breska þjóðskjalasafn- ið og ýmis gögn hafa skotið upp koll- inum. Þó telur Mikael líklegt að mikið af upplýsingum geti enn leynst hjá ís- lenskum sjómönnum sem sigldu á stríðsárunum. Dæmi um ráðgátur sem upp koma er t.d. að nýlega kom akkeri upp í veiðarfærum út af Vestfjörðum. Akker- ib er 840 kíló, með einhverri áletrun og ártalinu 1916. í brotum sem komu upp meb því sást að einungis voru trénaglar í skipinu. Þessu fylgdi stað- setning þar sem akkerið fannst. Þetta mál liggur á borði Mikaels og bíbur þess að hann finni flak sem getur átt við umrætt akkeri. „Ég hef gripið í þetta milli annarra verkefna en tíminn er takmarkaður," segir Mikael. Leifar frá stríðsárunum um alla efnahagslögsöguna Á íslandsmiðum liggur 21 kafbátur frá stríðsárunum og tæplega 52 herskip af ýmsu tagi. Flestum kafbátanna var sökkt eftir 1942 þegar farið var að beita flugvélum gegn þeim. Á öll þessi flök verður að líta sem hættu fyrir fiskimenn sem geta fest veiðarfæri sín í þeim og fengið virk sprengiefni um borð. Þar fyrir utan má reikna með að enn leynist olía og fleiri efni, sem valdiö geta mengun, um borð í sum- um flakanna. Þannig má líta á þau sem tímasprengjur frá umhverfissjón- armiði en á norðurslóðum er tæring hægari en í hlýrri sjó og því eyðast flökin hægar hér en við strendur sunn- ar í Evrópu. Á þeirri skrá sem hér er rætt um eru engin flugvélaflök en að sögn Mikaels væri mjög gagnlegt að slík skrá fylgdi með því flugvélaflök eru mörg og reglulega berast fréttir um fiskiskip sem fá brot af þeim í veiðarfæri. Með auknu vélarafli fiskiskipa og stærri veiðarfærum eykst jafnframt hættan á því ab fiskiskip fái stærri flakahluta upp í trollinu og jafnframt verður auðveldara fyrir togara að rifa sundur flök á hafsbotni án þess að festa á þeim. Mikael segir að flest herskipanna innan íslensku efnahagslögsögunnar séu korvettur og sum þeirra sögufræg, s.s. breska beitiskipið Hood sem liggur djúpt út af Snæfellsnesi. „Við erum með sæmilega nákvæmar staðsetningar á öllum kafbátunum. Mörgum þeirra var sökkt í upphafi árásarferðar sem þýðir að þeir eru með fulla vopnahleðslu. Mér fyndist ekki fráleitt ab gefa út þessar staðsetningar á kafbátunum og lýsa hættusvæbi um- hverfis flökin." Eru þessi kafbátsflök á fiskislób? „Sum þeirra eru það en ég þekki ekki fiskislóðir nógu vel. Þá verður að hafa í huga að þar sem þykir ekki veiðilegt í dag getur verið fiskislób á morgun. Fyrir nokkrum árum hefði enginn maður sett niður troll á Reykja- neshrygg þar sem nú eru vinsæl fiski- mið. Við lítum svo á að hætta stafi af öllum flökum innan efnahagslögsög- unnar." Eru þessi stríðsflök, sem mest hætta stafar af, dreifð um alla efnahagslög- söguna? „Fragtskipum sem sökkt var úr skipalestum bandamanna var flestum sökkt suður af landinu og kafbátarnir eru á svipuðum slóðum. Bresku her- skipin eru fyrir sunnan land, í Græn- landssundi og noröaustur af landinu. Flest þýsk flök flutningaskipa eru fyrir norðvestan landið en þau fóru þá leið frá Suður-Ameríku áleiðis til Noregs.” Mörg flakanna liggja á talsverðu dýpi en tækninni við að bjarga skips- flökum fleygir fram og sé vitað af verð- mætum eru mörg dæmi á síöari tímum um að flökum sem áður voru talin óaðgengileg hafi verið bjargað. Lýst eftir upplýsingum? Er tæknilega erfitt að fá nákvæmari staðsetningu á mörgum þessara flaka en nú er þekkt? „Það er í sjálfu sér mjög auðvelt og enn auðveidara væri ab afla þessara upplýsinga frá íslenskum skipstjórnar- mönnum. Fiskiskip nútímans eru búin mjög nákvæmum staösetningartækj- um og ég efast ekki um að hjá skip- stjórum leynast nákvæmari staðsetn- ingar margra flaka. Sömuleibis lýsi ég eftir mönnum sem hafa áhuga á þess- um málum og gætu lumað á upplýs- ingum varðandi flök frá stríðsárunum og afdrif skipa." Eru þekktar margar mengunargildr- ur meðal þessara flaka? „E1 Grillo, sem liggur inni á Seyðis- firbi, er þekktast þeirra. Olía lekur úr þvi nær stöbugt. Það er enn ekki vitað hve mikil olía leynist í flakinu en þab væri hægt ab rannsaka það með því að kafa niður ab skipinu. En þab kostar fé. Það sem gerir þab mál sérstaklega erfitt er ab E1 Grillo liggur á akkeris- lægi á Seyðisfirbi og því getur vel orðið óhapp þar sem myndi getað valdið gíf- 42 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.