Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1995, Page 44

Ægir - 01.02.1995, Page 44
Skýrsla um skipsflök í Atlantshafi í breska þjóðskjalasafninu Kortin sem birtast hér að neðan eru fengin úr skýrslu leyniþjónustu breska sjóhersins og eru hluti af yfirliti um orrustuna um Atlantshafið. Plaggið var tekið saman í ársbyrjun 1944 þegar stríðið hafði staðiö í nær fimm ár. Frá upphafi heyrði skýrslan undir leyniskjöl og var merkt vandlega „secret" í bak og fyrir. Þab var Mikael Ólafsson, starfsmaður mengunardeild- ar Siglingamálastofnunar, sem fékk af- rit af skýrslunni hjá Breska herskjala- safninu þegar hann fór þangað til að leita upplýsinga um afdrif þýsks kaup- skips sem sökkt var undan Vestfjörð- um. Þessar skýringarmyndir eru birtar með góðfúslegu leyfi enda hefur leynd verið létt af skjalinu. Stríösfórnir í skýrslunni er rakinn gangur stríðs- ins frá sjónarhóli sjóhersins og sérstak- lega dvaliö við kafbátahernaðinn. I lokaorbum hennar segir: „Þó bandamönnum hafi gengið vel 1943 megum við ekki gleyma því hverjar fórnir það kostaöi og enn síbur má gleyma því að enn geta þýskir kaf- bátar gert út um sigurvonir okkar þó þeim sé nú um stundarsakir haldiö í skefjum." Staðsetning flaka kaupskipa sem sökkt var af kafbátum í Atlantshafi í seinni heimsstyrjöldinni 44 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.