Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 9
TRÖLL SEM ÉTUR BÖRNIN SÍN Pétur er á sama báti og Davíð Oddsson forsætisráðherra í afstöðunni til Evrópusambandsins. Hann segir: „Persónulega er ég ekki hrifinn af stórum bandalögum eins og þessu. Ég held að úr þessu verði tröll sem á endanum éti börnin sín. Ég er viss um að Bretar, sérstaklega fiskimenn, myndu vilja ganga úr ESB á morgun ef þeir ættu þess kost.“ Á myndinni er Pétur með Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra og Ólafi Egilssyni, sem nú er sendiherra í Moskvu. um á sumrin og svo stýrimaður á Rauðanúpi ÞH í eitt og hálft ár." Pétur lagði þessu nœst leið sína í Tœkniskólann í útgerðardeild og lauk þaðan prófi 1978. Eftir það vann hann hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík allt þar til leiðin lá til Bretlands. „Það má eflaust læra margt í skólum en ekki síður af því að vinna með fólki og sá jarðvegur sem ég er sprottinn úr hefur reynst mér afar góður skóli. Að hafa alist upp við og unnið í þessu um- hverfi er ómetanlegt." Erhi á heimleið Pétur? „Með nútímatækni í samskiptum skiptir búseta ekki eins miklu máli og áður. Samgöngur eru góðar og tíðar við Bretland en ég er ekki með neina tíma- setningu á því hvenær við flytjum heim en það verður sjálfsagt að lokum. Það má segja að það sé ekkert flóknara fyrir mig að reka ísberg héðan að heiman en það er fyrir Ara Teitsson að reka Búnað- arfélagið norðan úr Þingeyjarsýslu. Elsti sonur okkar útskrifaðist í vor frá MA og dóttir okkar hyggur á nám þar. Þannig er fjölskyldan á heimleið á sinn hátt." Pétur er kvœntur Margréti Þorvalds- dóttur og þau eiga Kristinn 20 ára, Ósk 16 ára, Sunna Guðrún er 12 ára og Bryndís 4 ára. □ KVÓTABÓKIN VÆNTANLEG ÓMISSANDI HANDBÓK UM SJÁVARÚTVEG NÝ OG ENDURBÆTT ÚTGÁFA ALLIR SKULDLAUSIR ÁSKRIFENDUR ÆGIS FÁ HANA ÓKEYPIS MEÐ NÆSTA TÖLUBLAÐI. GREIÐIÐ ÞVÍ GÍRÓSEÐILINN STRAX Veiðarfæri og útgerðarvörur Bjóðum veiðarfæri í hæsta gæðaflokki sem byggja á áratuga farsælli reynslu ísfell hf Fiskislóð 131 A, Boks303, 121 Reykjavík Sími: 562 4544 Fax: 562 4644 ÆGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.