Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 26
Þorvaldur Garðarsson krókakarl: NÝJU LÖGIN ERU ENGIN framtIðarlausn Aðeins plástur á sárið Þorvaldur Garðarsson er sveitastrák- ur sem fæddist á Korpúlfsstöðum og ólst upp í Grímsnesinu. Fyrsta skipið sem hann átti hlut í var 11 tonna Bátalónsbátur sem smíðaður var árið 1972 fyrir nýstofnað hlutafélag, Smára hf., sem var fjölskyldufyrir- tæki í eigu föður hans, Garöars Þor- steinssonar, Þorvaldar og Guðmund- ar bróður hans. Nokkrum árum síðar bættist þriðji bróðirinn, Vilhjálmur, í hópinn. Útgerðinni óx fiskur um hrygg og um síðir átti fjöldskyldan 150 tonna stálbát sem gerður var út frá Þorlákshöfn í mörg ár. Samtals var Smári hf. með atvinnurekstur í Þor- lákshöfn um 20 ára skeið. Árið 1985 söðluðu þeir feðgar um, seldu bátinn og byggðu upp fiskeldis- stöð í eigu Smára hf. þar sem stundað var lax- og bleikjueldi. Það reyndist erfiður rekstur og árið 1991 varð sá rekstur gjaldþrota og bræð- urnir sneru sér aftur að útgerð eftir lát föður þeirra þetta sama ár. „Við vorum meðal frumkvöðla í bleikjueldinu. Það var mjög gaman að fást við að byggja þetta upp og fást við þessa ræktun og grátlegt að það skyldi ekki geta gengið. Við sáum að þetta gat ekki gengið aö þaö er betra að hætta fyrr en síðar. Forsendurnar brugðust algjör- lega. Þegar við byrjuðum að selja laxinn vorum við að fá 11-13 dollara fyrir kíló- ið en þegar viö hættum var verðiö kom- iö niður í 6-6,5 dollara. " Nafns vitjaö í draumi Eina leiðin inn í sjávarútveginn á ný lá í gegnum krókakerfið og þeir keyptu sér 5,5 tonna plastbát sem var eins og fyrri bátar sem þeir höfðu átt skírður Sæ- unn Sæmundsdóttir. „Það er saga bakvið þessa nafngift," segir Þorvaldur. „Þegar verið var að smíða fyrsta bátinn í Bátalóni þá vitjaöi móður minnar látin föðursystir hennar sem hét Sæunn Sæmundsdóttir. Hún bað stööugt um að fá að vera hjá henni en móðir mín var í miklu uppáhaldi hjá henni sem barn. Þetta ágerðist eftir því sem leiö á smíðatímann og að lokum var ákveðið aö skíra bátinn í höfuöið á Sæunni. Þá hætti móöur mína aö dreyma þessa konu og hefur aldrei orðið hennar vör síðan en ég er viss um að ég hef aidrei verið einn um borð í Sæunni. Við höf- um aldrei orðið fyrir neinum stórvægi- legum óhöppum." Þorvaldur hefur nú keypt bræður sína út og rær einn á sumrin en með háseta á línuveiðunum á veturna. Hann var þó einn í vetur en segist ekki gera það aftur, segist ekki vilja slíta sér út á því. Hann hefur undanfarin 4 ár veriö meðal 10 aflahæstu krókakarla á landinu og árið í ár verður eflaust eng- in undantekning því aö á rúmlega 20 ára sjómannsferli sínum segist Þorvald- 26 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.