Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 12
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN ANNÁLL Stórum fjölgar Smáum fækkar í fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða er skýrt kveðib á um að úthlutun veiði- heimilda feli ekki í sér myndun eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þessi fræga lagagrein segir blátt áfram að fiskistofnar á ís- landsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar". Undanfarin ár hefur verið hart deilt um þetta atriöi og margir halda því fram að umrædd lagagrein sé ekki í neinu samræmi við raunveruleikann því kvótinn sé varanleg og óafturkræf eign útgerð- anna sem hann eiga og því tómt mál að tala um fiskistofna sem sameign þjóðar- innar. Bent er á að Hæstiréttur hefur dæmt kvóta sem fyrnanlega og skattskylda eign útgerðarmanna. Á þessu ári kom upp mál þar sem í ljós kom að kvóti erfist milli kynslóða eins og aðrar skattskyldar eignir. Andstæðingar kvótakerfis telja að meb þessu sé sýnt fram á að kvótinn verbi í skjóli hefðarréttar varanleg eign einstakra manna og fyrirtækja sem eignist hann að lokum án endurgjalds. Meint „kvótabrask" og leiga útgerða á kvóta með þátttöku sjómanna sé þannig í framkvæmd svikamylla sem einstakar útgerðir starfræki í skjóli laganna til þess að sölsa undir sig enn stærri hlut. Helstu gagnrök eru þau að með frjálsum vibskiptum með kvóta sé hámarkshag- kvæmni í útgerb tryggð og slík viðskipti séu forsenda fyrir hagræðingu í rekstri og ekkert vit sé í að fyrirtæki kaupi dýru verði hluti eins og veibiheimildir án þess að raunveruleg eign sé tryggð. Bent er og á að tilfærsla veiöiheimilda innan kerfisins sé einmitt trygging fyrir því ab kvótinn safnist ekki á fárra hendur og naubsynleg for- senda þess ab endurnýjun í atvinnugreininni sé tryggð og stóraukinn fjöldi hlut- hafa í útgerðarfyrirtækjum tryggi eignarhald fjöldans. Agnar Helgason mannfræðinemi og Gísli Pálsson prófessor hafa skrifab greinar um eignatilfærslu á kvóta undanfarin ár en rannsókn á því er lokaverkefni Agnars í námi hans. Niðurstööur rannsóknar þeirra er sú í stuttu máli að þróun undanfar- inna ára sýni ótvírætt að kvótinn safnist smátt og smátt á fárra hendur. Þeir skipta útgerðum í fjóra flokka eftir stærð: dverga, smáa , stóra og risa. Á árunum 1991 til 1994 sem rannsóknin tekur til kemur í ljós ab dvergum fækk- ar um fjórbung á tímanum eða um 254. Litlum kvótaeigendum fækkar um 31% eba 38 eigendur. Aðeins risum fjölgar á tímabilinu úr 16 árið 1991 í 26 árið 1994. í Kvótabókinni 1994-1995 kemur fram að Grandi hf. er stærstur einstakra kvóta- eigenda í upphafi þess kvótaárs og á fyrirtækið 5,06% af heildarbotnfiskkvótanum en næst á eftir kemur Útgerðarfélag Akureyringa með 4,97% heildarkvótans. í yfir- liti yfir þróun aflamarks í Kvótabókinni kemur fram að 10 stærstu útgerðarfyrir- tæki landsins hafa aukið hlutdeild sína í heildarkvóta frá 1991. Árib 1991-92 áttu 10 stærstu fyrirtæk- in 24,6% af heildar- botnfiskkvótanum, samtals 82.037 tonn. Árið 1994-95 eiga sömu fyrirtæki hærra hlutfall, eða 28%, samtals 67.732 tonn. ■M Veiðum úr norsk-íslenska LH síldarstofninum hætt. Alls veiddu íslensk skip ríflega 168 þúsund tonn sem munu skila um einum og hálfum milljarði í út- flutningsverðmæti. Vfl Sýnt þykir að humarveiöi ■mH hafi algjörlega brugðist á yf- irstandandi vertíð sem senn er að ljúka. Bráðabirgðakvóti upp á 1500 tonn var ákveðinn í upphafi vertíðar en sýnt er að það magn muni hvergi nærri nást. Loðnuvertíðin fer ágætlega af stað en flest loðnuskip héldu til veiba 1. júlí. Lobna fannst á Kolbeinseyjarsvæðinu og fljótlega voru komin 20 þúsund tonn á land. Kfl Rækjuverksmibjan Strýta á Bifl Akureyri mun eftirleiðis pakka allri framleiðslu sinni í neytendapakkningar. Samstarf- samningur fyrirtækisins við Royal Greenland gerir þetta kleift en undir því vörumerki er tryggður abgangur ab öllum helstu mörk- uðum heims fyrir rækju. Samkvæmt togaraskýrslu LÍÚ jókst aflaverðmæti tog- ara um 17% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Aflamagnib jókst sáralítið. Mest verðmæti frystitogara fyrstu fjóra mánuði ársins fékk Arnar HU alls 222,1 milljón. Hæstur af ísfisktogurum varð Ásbjörn RE með 119,5 milljónir. Samherji á Akureyri semur ■■ um kaup á Helgu II sem er fjölveiðiskip. Samherji mun ætla að úrelda þrjú skip í stabinn og fjölga útgerðartækifærum sínum með þessu, en Helgu II fylgir m.a. loðnukvóti. RJI Grásleppuafli á vertíðinni var mjög misjafn, allt frá því að vera mjög lélegur fyrir norðan meðan aflabrögð voru afar góð við Faxaflóa. Vihjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur segir 12 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.