Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 15
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN vekur athygli á eftirtöldum útgáfum sínum: Yfirlitsskýrslur um þjóðarbúskapinn Snemma árs gefur stofnunin út 50-60 síðna rit Þjóðarbúskapinn þar sem lýst er framvindu efnahags- mála á liðnu ári og horfum á líðandi ári. Síðasta rit kom út í apríl 1995. Sögulegt yfirlit hagtalna kemur að jafnaði út annað hvert ár. Þar er hagþróuninni undanfarna áratugi lýst í tölum. Síðasta rit kom út í júní 1993 og næsta rit er vænt- anlegt í haust. Efni ritsins er einnig fáanlegt á disklingi. Annáii efnahagsmáia lýsir í tímaröð helstu aðgerðum stjórnvalda og atburðum á sviði efnahagsmála. Þetta rit kom út í janúar 1993 og næryfirtímabilið 1988-1992. Þá gefur stofnunin út stutta Frétt 5 til 10 sinnum á ári um það sem efst ef á baugi hverju sinni og Hagvísa mánaðarlega. Ritin eru til sölu hjá Þjóöhagsstofnun og í afgreiðslu Seðlabankans og er verð þeirra á bilinu 500 til 700 kr. hvert rit. Einnig er boðið upp á fasta áskrift að öllum útgáfunum eða hluta þeirra. Atvinnuvega- og þjóðhagsreikningaskýrslur Árlega gefur stofnunin út Ársreikninga fyrirtækja þar sem fram koma samandregnar niðurstöður úr ársreikningum 1100 til 1200 fyrirtækja í velflestum atvinnugreinum. Síðasta rit kom út í janúar 1995 og náði til 1250 fyrirtækja árin 1992 og 1993. í Atvinnuvegaskýrslu er auk þess að finna ýmislegt annað talnaefni um atvinnuvegina eins og vinnuafl, veltu, stærðardreifingu fyrirtækja o.fl. Síðasta rit um þetta efni kom út í júní 1995 og næsta rit er væntanlegt í haust. Meðal efnis í ritinu er sérkafli um sjávarútveg. Nýjasta ritið um þjóðhagsreikninga er Búskapur hins opinbera 1993-1994 sem kom út í mars 1995. Á liðnu ári kom út ritið Þjóðhagsreikingar 1945-1992 en þar birtast nýjar og að nokkru endurskoðaðar talnaraðir um alla helstu þætti þjóðhagsreikninga frá stríðslokum. Áður hafa meðal annars komið út í þessum flokki skýrslur um einkaneyslu, fjárfestingu og þróun þjóðarbúskaparins frá aldamótum til stríðsloka. ÞJÓHAGSSTOFNUN Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík Sími: 569 9500 Fax: 562 6540 ægir 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.