Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 17
rækjumið, Grænlendingar fylgdu svo í kjölfarið og íslendingar veiða líka rækju á þessum slóðum. Á Reykjaneshrygg er veiddur karfi bæði innan og utan íslenskrar landhelgi og hann er ekki bundinn neinum kvóta. Fiskifræðingar hafa lagt mat á þennan stofn og veiðin í fyrra var rétt yfir þeim mörkum sem þeir töldu hæfi- leg. Þeir viðurkenndu að mörkin væru mjög varlega sett og sögðust eiga von á því að hægt yrði að auka veiðamar þarna með tímanum. En því má bæta við að þessi fiskistofn er að hálfu leyti á alþjóðlegu hafsvæði, en að hálfu leyti tilheyrir hann Grænlandi og íslandi, þá heldur hann sig mun meira innan grænlenskrar lögsögu en íslenskrar. Það voru Rússar sem hófu þessar veiðar og Norðmenn, íslendingar o.fl. komu í kjölfar þeirra. Norðmenn hafa dregið mikið úr veiðum sínum á Reykja- neshrygg, en íslendingar aukið sínar veiðar vemlega. Ef og þegar kvóti verð- ur settur á veiðar úr þessum stofni mega íslendingar eiga von á því að þeirra veiðar verði skornar niður því þeir eiga ekki kröfu nema til lítils hluta stofnsins. En íslendingar hafa staðib sig vel í því að styrkja sögulegan rétt sinn til þessara veiða þar sem þeir hafa aukið sókn sína í úthafskarfann á síðustu árum. Hins vegar er erfitt að skilja gagnrýni ís- lenskra stjórnvalda á veiðar Norðmanna á Reykjaneshrygg því þær hafa dregist svo mikið saman. Við erum reiðubúnir að lúta þeim reglum sem kunna aö verða settar um veiðarnar þarna, en það er ekki víst að íslendingar uni því vel því þá munu veiðiheimildir þeirra óhjá- kvæmilega verða takmarkaðar frá því sem nú er. Það fór verulega í skapið á mér að heyra gagnrýni íslendinga á veiðar Norðmanna á Reykjaneshrygg vegna þess að á sama tíma vom þeir að veiða í Smugunni þorsk sem enginn vafi leikur á að tilheyrir Noregi og Rússlandi." íslendingar réttlausir í Barentshafi Hvað finnst þér um þá kröfu íslend- inga að þeir fái kvóta í Barentshafinu? „íslendingar eiga engan rétt til veiða í Barentshafi. Þeir hafa aldrei veitt þar og geta ekki vænst þess að fá neinn kvóta þar nema það væri hluti af sam- komulagi um skipti á veiðiheimildum milli Norðmanna og íslendinga. Það er ekki hægt að haga sér á svo ábyrgðar- lausan hátt og ætla að skapa sér veiði- reynslu með þessum hætti. Ef litið er á sögulegan rétt þá ættu Norðmenn frek- ar heimtingu á veiðiheimildum í ís- lenskri landhelgi." Ef til slíkra viðskipta með veiðiheim- ildir kœmi, hvað hefðu Norðmenn þá áhuga á að veiða innan íslenskrar lög- sögu? „Við viljum að það ríki gott sam- komulag um fiskveiðar milli okkar og nágranna okkar og frænda bæði í austri og vestri. Ef gerður yrði samningur um gagnkvæmar veiðiheimildir milli okkar og íslendinga, svipab þeim samningi sem vib gerbum vib Grænlendinga, þá er ljóst að Norðmenn hefðu áhuga á auknum loðnuveiðum, bæbi meira magn og heimildir til að veiða hana viðar en núgildandi samningar kveða á um. Við höfum líka áhuga á botnteg- undum, svo sem löngu og úthafsrækju. Það er því nóg um að semja nema þess- ir stofnar séu fullnýttir af íslenskum skipum. En áður en til samningagerðar kæmi yrðu íslensk skip að láta af veiðum í Smugunni. Þá kröfu gerðum við þegar við sömdum við Grænlendinga og þeir urðu vib henni. Ef íslensk skip hætta veiðum í Barentshafi sé ég ekkert í vegi fyrir því að við gætum gert ágætan samning sem gagnast báðum þjóbum." Síldarsmugan Það horfir öðruvísi við í Síldarsmug- unni. „Já, þar eiga íslendingar ótvíræðan sögulegan rétt til veiða. Þar er það út- breiösla stofnsins sem hlýtur að rába því hvernig honum er skipt og þab ættu bæði Norðmenn og íslendingar ab hafa að leiðarljósi. Það em margar þjóðir sem í Álasundi eru höfuðstöövar samtaka norskra útgerðarmanna, sem Audun Marák er formaður fyrir. Álasund er í fylki sem kennt er við Mæri og Raumsdal og þar búa nú rúmlega 36.000 manns. Segja má að bærinn sé miðstöð sjávarútvegs á Sunnmæri, en þaðan er stærsti og nútímalegasti fiskiskipafloti Norðmanna. ÆGIR 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.