Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 29
Mundir þú segja að þessi ríkisstjórn sé smábátamönnum fjandsamleg? „Nei, það tel ég ekki. Við höfum verið að auka hlut okkar býsna hratt og því varð að stíga á bremsuna. Það þýðir ekki að stjórnin vilji okkur feiga. Ég veit vel að Þorsteinn Pálsson vill alla smábáta á kvóta. Hann hefur flutt frumvörp um það en þau ekki fengist samþykkt. Ég virði hans skoðanir en þær eru ekki mínar. Ég virði þann kjark sem hann sýndi þegar hann skar niður þorskaflann þegar þess þurfti." Einar Oddur sjávarútvegsráðherra Hefðir þú viljað sjá annan sjávarút- vegsráðherra þegar var skipt um stjórn? „Þeir eru til sem eru hliðhollari okkar málstað. Össur Skarphéðinsson hefur reynst okkur dyggur stuðningsmaður. Miðað við núverandi stjórnarsamstarf hefði Einar Oddur átt að verða sjávarút- vegsráðherra. Þá hefði hann getað staðið við öll stóru orðin og allir orðið sáttir." Hvar væri hægt að taka þessi 10 þús- und tonn sem þú segir að krókabátana vanti? „Ég held að Framsóknarmenn ættu að dusta rykið af gömlum loforðum og taka 10 þúsund tonn af togaraflotanum. Þeir hafa möguleika á sækja í karfann og Smuguna til þess að bæta sér það upp. Við þurfum að ganga betur um fiskimið- in og hugsa meira um það hvernig veið- arfæri við notum til að sækja fiskinn. Til þess þarf að auka afla smábáta og senda togarana utar. Fiskimiðin eru okkar eini akur og ef við göngum of nærri þeim fáum við enga uppskeru." Lærði undir próf á stíminu Þorvaldur fæddist á Korpúlfsstöðum en ólst upp í Grímsnesi, sonur Garðars Þorsteinssonar sem var bóndi á Orms- stöðum í Grímsnesi. Þorvaldur er í mið- ið af þremur sonum hans og var 16 ára þegar fjölskyldan flutti til Þorlákshafnar og hóf útgerð með smíði fyrstu Sæunnar 1972. Þá hafði aðeins Guðmundur, elsti bróðirinn, reynslu af sjósókn en sveita- mennirnir urðu fljótt fengsælir. Þorvaldur tók fyrsta stig Stýrimanna- skólans 1974 og lét þar við sitja um hríð en dreif sig síðan í 2. stigið 1979, þá starfandi skipstjóri á Sæunni ÁR, og tók allt námið utanskóla. „Um vorið var ég með netin í kantin- um fyrir austan Eyjar og kom við í Eyj- um á morgnana til þess að taka prófið og hélt svo áfram. Ég fór aldrei í neinn tíma en naut góðrar aðstoðar skólans í Eyjum í gegnum síma og bréfleiðis og lærði á stíminu." Þorvaldur er kvæntur Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem er ættuð úr Fljóts- hlíð. Þau kynntust á vertíð í Þorláks- höfn. Þau eiga þrjú börn. „Það er mjög erfitt fyrir unga stráka að komast á sjó í dag. Þeir þurfa helst að eiga einhvern að. Við eigum eftir að vakna upp við það einn daginn að það eru allir sjómenn orðnir miðaldra." □ MITSUBISHI DIESELVÉLAR MITSUBISHI diesel- vélarnar taka mun minna pláss en flestar aðrar vélar- tegundir, sé miðað við afköst þeirra. SPARNEYTINN OG TRAUSTUR AFLGJAFI ATH. NÝTT HEIMILISFANG OG SÍMANÚMER MDvélar hf. FISKISLÓÐ 135 B • PÓSTHÓLF 1562 • 121 REYKJAVÍK SÍMI: 561 0020 • FAX: 561 002 < RKS GASSKYNJARAR FYRIR FREON OG AMMONÍAK SPARNAÐUR UMHVERFIS- VÆNT ÍSLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í fyrsti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og henta vel í t.d. frystihúsum og ffystitogurum. Þeir spara tíma, fé og fyrirhöfn < RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur S: 453 6054 - Fax: 453 6049 ÆGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.