Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 8
ísberg. Er botninum náð eða mun sam- dráttur halda áfram? „Við höfum reynt aö laga okkur að samdrætti undanfarin fjögur ár. Við munum gera það áfram. Það er erfitt að áætla hvort botninum sé náð. Við höf- um á síðustu árum byggt upp markaði fyrir aðrar tegundir og munum halda því áfram. Norðmenn hafa sótt sig nokkuð í veðrið og afli virðist vera aukast hjá Færeyingum og við höfum reynt að fylla í skörðin með því að kaupa af þeim." Nú eru íslendingar farnir að veiða norsk-íslensku síldina á ný og mörgum finnst blóðugt að setja hana alla í brœðslu. Er markaður fyrir hana til manneldis? „Það eru talsverðir síldarmarkaðir í Bretlandi. Norömenn hafa selt þangað ferska síld árum saman og Skotar veiða nokkuð af síld. Neyslan hefur alls stað- ar minnkað og er einkum meðal eldra fólks. Þetta er eðlileg afleiðing af því þegar síldin hvarf af markaðnum. Það gæti orðið þungur róður að kenna ungu kynslóðinni að borða síld. Til þess að ná árangri í síldarvinnslu þurfa fyrirtækin að geta unnið á mjög lágri framlegð og byggja sína afkomu á miklu magni. Það verður mjög erfitt fyrir okkur að keppa við Norðmenn í sölu á ferskri síld en með fryst síldar- flök og heila síld eigum við að geta ver- ið samkeppnisfærir." Hvemig sérð þú þróunina í ferskfisk- útflutningi í íslenskum sjávarútvegi? „Vinnslan hefur verið að færast út á sjó og frystihúsin að leggja aukna áherslu á vinnslu í neytendapakkning- ar. Þessi þróun mun halda áfram. Ég hef ekki trú á aö útflutningur á ferskum fiski muni leggjast af þó hann hafi verið að dragast saman. Ákveðinn hluti mark- aðarins vill ferskan fisk og svo verður áfram. Það mun verða einhver þróun í sölu á ferskum flökum." Lftil gæði liðin tíð Hafa kröfur markaðarins breyst mik- ið á þeim tíma sem þú hefur fengist við þetta? „Gæðakröfur hafa aukist og það þýð- ir ekki lengur að senda lélegan fisk sem Pétur Björnsson fluttist til Eng- lands fyrir 14 árum. Nú sér fyrirtæki hans um sölu á um 70% af íslensk- um ísfiski í Bretlandi og að auki um sölu á sjófrystum flökum frá 10 frystitogurum. áður þótti boðlegur. Á fyrstu árum gámaútflutningsins gekk á ýmsu. Gám- arnir voru ekki nægilega góðir og fram- boðið af fiski var miklu meira svo stundum var hráefnið orðið á síðasta snúningi þegar það kom á leiðarenda á markað í miklum sumarhitum. Þetta er liðin tíð. Menn horfa meira á gæðin þegar magnið dregst saman." Nú hefur þú séð íslenskan sjávarútveg utanfrá þennan tíma sem þú liefur verið búsettur ytra. Hefur þú séð miklar breyt- ingar á ásýnd fyrirtœkja í greininni? „Ég held að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki séu almennt mun betur rekin nú en þau voru áður. Það sem hins vegar blasir við og skoðanir eru skiptar um, er sú blokkamyndun sem hefur verið að eiga sér stað í greininni. Fyrirtæki sam- einast og stækka og milli þeirra eru ýmis eignatengsl. Millistór fyrirtæki hafa átt í vök að verjast og þau sem hafa byggt sinn rekstur á frystihúsi og ísfisk- togara hafa átt sérlega erfitt. Þessari þróun hefur hraöað undanfar- in ár og menn hafa ýmsar skoðanir á því hvort þetta sé vont eba gott." Hefur þitt fyrirtœki dregist inn í átök stóru sölusamtakanna sem svo mjög hafa verið áberandi liér lieima? „Nei, ég get ekki sagt það. Okkar við- skiptavinir á íslandi eru þverskurður af íslenskri útgerð og viðskiptavinir okkar erlendis eru í fæstum tilvikum sameig- inlegir meb „þeim stóru". Auk þess eru íslensku sölusamtökin ekki viðriðin sölu á ísfiski." Fjárfest á íslandi Pétur hefur tekið þátt í íslensku at- vinnulífi með þátttöku í fyrirtækjum. Stærst þeirra er ísfell sem fæst við sölu og innflutning veiðarfæra og festi á síð- asta ári kaup á innkaupadeild LÍÚ sem nú er rekin undir nafninu Innkaupa- deildin sf. Það er Hólmsteinn Björns- son, bróðir Péturs, sem annast þann rekstur ísfells. í samvinnu við Steinar Guðmundsson kemur ísfell að Álftafelli hf. sem selur notaðar og nýjar vélar og tæki til fiskvinnslu. Síðastliðið haust stofnuöu þeir bræð- ur Pétur og Hólmsteinn Bjömssynir svo fyrirtækið Marex ásamt Sigurði Haralds- syni en þab fæst við útflutning og sölu á saltfiski. Samtals eru 15 starfsmenn hjá þessum fyrirtækjum hérlendis. Algjör heimóttarskapur Hvað finnst þá Pétri um þœr reglur að útlendingar megi ekki fjárfesta í íslensk- um fiskiðnaði og sjávarútvegi? „Ég held ab þetta sé algjör heimótt- arskapur. Okkur er frjálst að fjárfesta hvar sem okkur sýnist og það ætti að gilda á hinn veginn. Sá ótti sem menn virðast hafa af því að úti í heimi bíði stórir kallar sem allt vilji gleypa er ekki á rökum reistur. Ef einhver væri fáanlegur til þess að koma hingað og fjárfesta þá væri það af hinu góða. Ég held því mib- ur að þeir séu ekki mjög margir. Ég er útlendingur í augum laganna. Ég má ekki fjárfesta í íslenskum fyrir- tækjum í sjávarútvegi. Ég missti þann rétt þegar þegar lögin voru sett 1991. Sá sem á heimili erlendis burtséð frá ríkis- fangi er útlendingur samkvæmt skiln- ingi laganna. Þessi lög eru alls ekki í takt við þá öld sem vib lifum á." Hvar lærði Pétur að selja fisk? „Ég hef eiginlega hvergi lært það nema gegnum mitt starf. Eftir stúdents- próf frá Akureyri fór ég í Stýrimanna- skólann og stundaði sjómennsku um nokkurt skeiö. Ég var bæbi á smærri bát- 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.