Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 28
skömmtunarkerfi. Þaö vantar ekkert nema kúlu á aðra löppina sem maður ætti að draga á eftir sér. Best hefði verið að hafa valið skýrt, róðrardaga eða kvóta og ekkert þar á milli. Það er eina skynsamlega lausnin og endanleg. Þessi lausn er bara plástur á sárið en enn er bullandi gröftur undir." Aflaþakið sem er í rauninni kvóti er frábrugðið kvótakerfinu að því leyti að kvóti hvers báts verður ekki framseljan- legur og sá sem velur slíkt kerfi má ekki leigja til sín kvóta. „Þetta finnst mér algjörlega rangt. Ég hefði viljað fara inn í kvótakerfið á sömu forsendum og aðrir sem þurfa að búa við það. Þá hefði ég haft sömu möguleika og aðrir á aö bjarga mér og byggja mig upp aftur og þetta finnst mér ótækt. Þetta á líka við um ýmis þorp á landsbyggðinni. Krókakerfið hefur verið þeirra leið til þess að byggja sig upp aft- ur." Er samt á móti kvótakerfi „Þetta þýðir ekki það að ég sé með- mæltur því að nota kvótakerfi til þess að stýra fiskveiðum og tel að það við eigum ekki að nota það. En það er hérna og langbest að horfast í augu við það og hafa sömu reglur fyrir alla. Það verður hér eitthvað áfram og það þýðir lítið að berja hausnum við steininn." Telur þú að félagar þínir í smábáta- samtökunum séu almennt ánægðir með þessi lög? „Það er enginn ánægður með þau. Hvorki þeir sem fá þau yfir sig eða þeir sem settu þau því menn gera sér ljóst að þau eru ekki endanleg lausn. Slagurinn um fjölda banndaga á næsta ári skiptir ekki máli heldur hámarksaflinn. Aflinn skammtar dagana og ef við hefðum fengið 10 þúsund tonn í viðbót þá hefði þessi floti getað lifað en hann gerir það ekki á þessum afla." Menn hafa jafnvel hótað því að fara ekki að þessum lögum þegar þau ógni lífsafkomu þeirra. „Skerðingin ætti ekki að koma nein- um á óvart. Trillusjómenn hafa hingað til farið að lögum og ég trúi að þeir geri það áfram meðan við búum í lýðræöis- ríki." Buddan er harður húsbóndi En hvaða kerfi ættum við að nota ef ekki kvótakerfi. Eru til betri lausnir? Hvaða kosti hefur sóknarmark helsta framyfir kvótakerfi? „Það hefur fyrst og fremst þá kosti að menn leiðast ekki út í að henda fiski. Ég held að það sé geigvænlegt hve miklu er hent. Það skiptir örugglega tugum þús- unda tonna. Lítum til reynslu annarra þjóða. Kanadamenn reyndu að nota kvótakerfi og afleiðingarnar eru þær að þrír helstu fiskistofnar þeirra eru hrund- ir. Það er talið að 50% af þeim afla sem kom í land hafi verið svindlað framhjá vigt en það þorir enginn að giska á hve miklu var hent. Kvótakerfið hefur í sér innbyggðan hvata til að henda fiski. Það þarf engan speking til að sjá að þegar leiguverðið á kvótanum er yfir 100 krónur meðan verðið á þorskinum er 80 krónur þá myndast þrýstingur á sjómennina um að koma ekki að landi með fisk nema hann skili 100-110 krónum. Buddan er sá harði húsbóndi sem stjórnar þessu. Fyrst þegar kvótakerfið kom á þá hentu menn ekki fiski. Ef einhver gerði það þá fékk hann sting fyrir hjartað því það er inngróið í vitund okkar að þetta eigi maður ekki að gera. Svo líða árin og menn hætta að hrökkva í kút þó einu og einu tonni sé hent. Þannig slævist vit- undin og það óttast ég að hafi gerst á undanförnum árum." Sóknarkvótakerfi væri lausnin „Ég vil setja upp sóknarkvótakerfi. Það yrði ákveðið hve mikið ætti að sækja og farið eftir ákveðnu kerfi hve margar sóknareiningar hvert skip fengi og hve mörgum einingum það eyddi á dag. Þessar einingar yrðu framseljanleg- ar milli skipa en réöust af vélarafli og skipsstærð og þannig yrði komið í veg fyrir að flotinn stækkaði óhóflega og sóknin á dag ykist því stærra og aflmeira skip eyddi fleiri einingum á dag. í slíku kerfi en enginn hvati til þess að henda fiski." Þorvaldur er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt niðurstöður og mælingar fiski- fræðinga og telur þorskstofninn stærri en Hafrannsóknastofnun telur. Ætti að leyfa meiri veiði á þorski? „Eg var hlynntur niðurskurði á sínum tíma. Ég hef haldið bókhald yfir hvern róðrardag í 20 ár. Ég hef aldrei fengið meiri afla á hverja línu en í vetur og þetta er góður mælikvarði. Síðastliðið haust var þorskur hér á slóðum þar sem hann hefur ekki sést árum saman. Kannski á mikill sjávarkuldi fyrir norð- an þátt í því. Við vitum vel að mælingar fiskifræð- inga eru ekki mjög nákvæm vísindi. Það mælir enginn þann afla sem er hent. Sé hann t.d. 50 þúsund tonn þá er sýnt að stofninn þolir meiri afla sem því nemur og þá myndi allt skila sér í land. Sjómenn og fiskifræðingar vinna ekki nógu mikið saman. Auðvitað er það til- hneiging veiðimannsins að segja að það sé fullur sjór af fiski þegar vel veiðist. Það er í sjálfu sér gott að láta þorskinn njóta vafans. Ég tel að ástand ýsu- og ufsastofnsins sé hins vegar mun verra en fiskifræðing- ar vilja vera láta." Þorsteinn vill alla á kvóta Öflug samtök smábátaeigenda hafa vakið athygli fyrir skelegga baráttu. Hver er lykillinn að góðri samstöðu? „Trillusjómenn er sérstök stétt sem á engan sinn líka. Þeir þekkjast betur en sjómenn almennt, þeir hittast á miðun- um og í höfnum út um land. Meðal þeirra er samkennd því þetta eru frum- byggjaveiðar. Þetta skapar sterkari tengsl sem síðan skila sér vel með duglegum forustumönnum." 28 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.