Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 22
Halldór Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri: Fólksflótti og hrun atvinnuvega blasir við „Við erum ekki sáttir við þessi lög og teljum víst að þau hafi í för með sér al- varlega byggðaröskun," sagði Halldór Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri í samtali við Ægi um áhrif nýrra laga um veiðar krókabáta á það byggöarlag sem hann veitir forstöðu. „Við sjáum ekki annað en að með til- komu þessara laga muni atvinnutæki- færum fækka verulega við hvern smábát og sýnist samdrátturinn verða 60% í sumum tilvikum. Eftir skerðinguna munu tveir menn hafa atvinnu af bát sem áður veitti 4-6 manns vinnu. Það segir sig sjálft í litlu byggðarlagi þar sem atvinnutækifærin eru ekki önnur og allt byggist á sjónum, þá mun fólk sitja uppi annaöhvort án atvinnu eða flytj- ast á brott." Halldór benti á aö í kringum 1980 bjuggu 500 manns á Suðureyri og þá voru unnin 10 þúsund tonn af fiski í plássinu. Nú eru unnin þar árlega rúm 2 þúsund tonn og íbúar eru 320. „Grundvöllur búsetu er atvinna manna og mér finnst furöulegt hvað stjórnvöld eru hugsunarlaus í sínum að- gerðum. Það er ekkert hugsað um aö- stæður á hverjum stað. Sá sem er búsett- ur t.d. í Hafnarfiröi og gerir út krókabát, á allt aöra möguleika á að mæta þessari skerðingu með annarri vinnu en sá sem er búsettur á Suðureyri. Hér eru engir möguleikar og skerðing á afla þýðir ekk- ert nema samdrátt í tekjum og hugsan- legan búferlaflutning. Mér finnst að okkar ágætu þingmenn mættu hugsa meira um manninn á annesjunum rétt eins og þann sem býr í miðri höfuð- borginni." Hver verða viðbrögð íbúa á Suöureyri við setningu þessara laga. Eru menn svartsýnir á framtíðina? „Hér ríkir hvorki svartsýni né von- leysi en menn eru orðnir langþreyttir á óréttlæti og tillitsleysi stjórnvalda gagn- vart þeirra eigin lífi. Menn skilja ekki hvernig maður sem situr á skrifstofu í Reykjavík og reiknar út hve mikill fiskur sé í sjónum geti stjórnab því hvort við lifum eða deyjum. Þab sem eitt sinn var spaugað með, að Vestfiröir ættu að segja sig úr lögum við afganginn af landinu, verður æ minna gamanmál. Ef 70% þjóðarinnar skilja ekki lífsviðurværi hinna þá hlýtur eitthvað að gerast. Það geta ekki verið tvær þjóðir í 260 þúsund manna landi." Stjórnvöld neyða menn í svelti Súgfirskir trillukarlar risu gegn stjórn- völdum síöastliðinn vetur með því að róa á auglýstum banndögum. Má búast við slíkri uppreisn í kjölfar þessara laga? „Mér finnst ótrúlegt hve biðlund manna og þolinmæði er mikil. Menn telja sig vera löghlýðna og sætta sig við aö stöðugt sé þrengt meira aö þeim. Stjórnvöld virðast geta neytt menn til þess að herða sultarólina meira og meira þangað til þeir svelta til dauða." Halldór sagði að þeir Súgfirðingar sem hefðu flutt burt á undanförnum árum hefðu átt erfitt með að selja eign- ir sínar. „Verðið er auðvitað ekkert sambæri- legt. Það má segja að mönnum hafi með harmkvælum tekist að gefa eignir sínar. Þessi lög sem nú eru sett til höf- uðs krókabátum eru ekkert annað en eignaupptaka hjá fjölda manna víða um land." Nýleg jarðgöng eru nær tilbúin og tengja þau Suðureyri við ísafjörð og Flateyri. Mun tilkoma þeirra ef til vill sporna gegn þeirri byggöaröskun sem Halldór spáir? „Það þarf ákveðna frumvinnslu til þess að skapa þjónustugreinar. Hér er ein verslun, einn rafvirki og einn smið- ur. Með minnkandi umsvifum brestur grundvöllur þessarar þjónustu. Það sama á við um ísafjörð og þau svæði sem við erum að tengjast. Samdráttur hér kemur niður á ísafirði og öllu svæðinu. Þannig leiðir eitt af öðru og jarðgöng eða ekki jarðgöng skipta ekki öllu máli." Til hvers aö byggja jarðgöng? „Til hvers er að byggja jarðgöng fyrir marga milljarða ef byggð á svæðinu er að deyja út, fyrst og fremst fyrir til- verknað stjórnvalda. Ef ekkert breytist hvað varðar aflaheimildir hér þá eru þessi jarðgöng ekkert annað en bruðl." Suðureyri: Aflaverðmæti 1991: 110.460 Þar af krókabátar: 3.158 Aflaverðmæti 1994: 128.966 Þar af krókabátar: 93.329 (í þúsundum króna) Halldór Hermannsson sveitarstjóri á Suðureyri: „Stjórnvöld virðast geta neytt menn til að herða sultarólina meira og meira þangað til þeir svelta til dauða.“ 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.