Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 14
Sterkt sem stál, létt sem fis Nýjungar hjá Hampiðjunni „Viö erum í haröri samkeppni á heimsmarkaöi. Viö höf- um veriö mjög aö sækja okkur í veöriö undanfarin ár, einkum á sviöi tilbúinna veiðarfæra. Þar ber helst aö nefna Gloríutrollin sem voru hönnuö og búin til hér meö íslensku hugviti okkar starfsmanna í samráöi við íslenska skipstjórnarmenn," sagöi Örn Þorláksson sölustjóri Hampiðjunnar í samtali við Ægi. „Okkar helstu viöskiptalönd í Evrópu eru Danmörk, Noregur, Þýskaland og Portúgal en við höfum einnig selt til fyrrum Sovétríkjanna, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Namibíu, Chile, Bandaríkjanna og víðar. Það má segja að það sé allur heimurinn undir og nýjasti vaxtarbroddur okkar á alþjóða- vettvangi er í Mexíkó." Hampiðjan er meðal elstu fyrirtækja í íslenskum iðnaöi en fyrirtækið fagnaði 60 ára afmæli sínu á sl. ári. Stofnendur Hampiðjunnar voru 13 áhugamenn um íslenskan iönað sem vildu ekki að íslendingar væru öðrum þjóðurn háðir með framleiðslu veiðarfæra. Starfsmenn Hampiðjunnar eru nú um 140.100 starfa í nýlegu verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða en 40 á netaverkstæði í Bakkaskemmu á Granda- garði. Að auki eru 60 starfsmenn í dótturfyrirtæki Hamp- iðjunnar í Portúgal sem tók til starfa 1990. Byltingarkennd afurö nýrrar tækni í plastefnum Örn sýndi Ægi tvær helstu nýjungarnar sem hafa vakið mikla athygli meðal kaupenda. „Nýjung í okkar framleiðslu er Dynex tóg sem er byltingar- kennd afurð nýrrar tækni í plastefnum. Þetta er fiéttað tóg úr Dyneema ofurþræði sem er fislétt en hefur álíka slitstyrk og stálvír af sama sverleika og vegur aðeins um 1/6 af þyngd stál- vírsins. Þannig þolir það endurtekið álag mun betur en vír og endurteknar beygjur hafa engin áhrif á það en slíkt þolir stál- vír afar illa. Það er mjög fljótlegt að splæsa Dynex sem er meðal annars notað í gilsa, leysislínur, pokalása, höfuðlínur, stór- möskva, landfestar, dráttartóg, gjarðir og jafnvel akkeris- festar. Þá hefur Hampiðjan selt Dynex til notkunar í olíu- iðnaðinum í Noregi. Einnig hafa verið hnýtt trollnet úr því og er sú framleiðsla á tilraunastigi. Það er enginn vafi á að þetta ofurtóg á eftir að valda byltingu í gerð veiðarfæra," sagði Örn. Það sem Hampiðjan er að vinna að þessa dagana, í náinni samvinnu við Sævar Brynjólfsson annan eiganda og útgerðar- mann línuskipsins Byrs VE 393, er framleiðsla á fiskilínu úr þessu undraefni. Þróunin hefur verið sú undanfarin ár að línuskipin hafa leitað sífellt dýpra og á verri botn í leit að nýj- um tegundum og miðum. Slitsterkari línu hefur þurft til og w (| r3 i 'V; \) I 'HS JÉ2- Éjj r. \ - í f—1 ■ i~ 'rJ Ær --lnrl iÍHIBM Örn Þorláksson, sölustjóri Hampiðjunnar (til vinstri), og Hjörtur Erlendsson, framleiöslustjóri, með nýja Dynex tógið. nú er svo komið að sumir bátar hafa tekið um borð tæplega 12 mm fiskilínu. „Þetta finnst okkur vera öfugþróun, því afar óhentugt er að nota svo svera línu sem tekur á sig mikinn straum, tekur meira pláss og er óþénugri á margan hátt." Því hefur Hampiöjan framleitt 7 mm sigurnaglalínu úr Dynexi sem reynd var um borð í Byr fyrir nokkru. Hjörtur Erlendsson, framleiðslustjóri Hampiðjunnar, og Örn Þorláks- son fóru með í þennan tilraunaróður. Reyndar voru nokkrar gerðir af línu með slitþoli allt að 3.000 kg. „Línan slitnar ekki fyrr en í fulla hnefana og Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Byr, og áhöfn hans ætluöu varla að trúa sínum eigin augum. Við erum mjög bjartsýnir eftir þessa tilraun og skipstjórar sýna þessu mikinn áhuga enda eykur þetta möguleika línuskipa mikið." Flotteinn í stað kleinuhringja Önnur nýjung sem Hampiðjan hefur sett á markað við góðar undirtektir er ný gerð af Kraftfloti sem er flotteinn fyrir net. Annars vegar er um að ræða mjög lipran og grannan tein með fléttaðri kápu fyrir grásleppu- og ýsunet í sverleikunum 10,12, 14, og 16 mm og hins vegar sveran flottein fyrir stóru vertíðarbátana í sverleikunum 22 og 25 mm og tryggir Hamp- iðjan vinnudýpi niður á 250 metra. Grásleppuflotteinninn er hugsaöur til að leysa af hólmi „kleinuhringina" sem áður héldu uppi netinu og vilja stundum flækja það og ánetjast. Grásleppukarlar hafa tekið nýja teininum fegins hendi og segja að netin fari alltaf klár í sjó og mikill munur sé að draga þau og greiða úr þeim aflann. „Eftir sl. grásleppuvertíð hef ég sagt í gamni að það hafi komið berlega í ljós hverjir hafi verið duglegastir að kaupa nýja flotteininn á grásleppunetin. Það voru Akurnesingar, enda fjórfölduðu þeir afla sinn milli vertíða," sagði Örn glað- ur í bragði að lokum. □ 14 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.