Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 20
NÝ LÖG U M VEIÐAR KRÓKABÁTA Mörg þorp reiða sig nær eingöngu á afla krókabáta Blasa fólksflótti og byggðaröskun við? Nýjar reglur um veibar krókabáta sem Alþingi samþykkti í vor hafa valdið töluverbum deilum. Reglunum er ætlab að stemma stigu vib vaxandi afla króka- bátaflotans. Samkvæmt tölum í Útvegi, riti Fiskifélagsins, var afli krókabáta árið 1991 rúm 24 þúsund tonn en jókst í rúmlega 41 þúsund tonn árib 1994. Þab vekur nokkra athygli þegar þessar tölur eru skoðabar ab fjöldi bátanna eykst ekki í neinu samræmi vib aflaaukning- una. Árib 1991 sóttu 912 bátar umrædd 24 þúsund tonn en árib 1994 komu 990 bátar meb rúmlega 41 þúsund tonn. Hér verbur ekki farib í saumana á út- færslu reglnanna og áhrifum þeirra á veibarnar heldur reynt ab rába í afleib- ingar þessa fyrir einstök sjávarpláss á landinu. Yfirlýst markmib laganna er ab krókabátar veibi ekki meira en 21.500 tonn og er þeim gefinn kostur á ab velja aflamark eba sóknarmark í því skyni. Þeir sem ekki velja aflamark byggt á aflareynslu verba ab fara eftir ströngu banndagakerfi. Því hefur verið haldib frant að kerfib muni springa þegar á næsta ári en um þab skal ekkert sagt. Náist markmib laganna verbur afli krókabátaflotans samtals minni en nokkru sinni ábur. Þær raddir hafa heyrst ab málib varði ekki abeins ein- staka útgerbarmenn krókabáta heldur afkomu heilla byggbarlaga á lands- byggðinni sem hafi á undanförnum árum byggt afkomu sína í vaxandi mæli á afla krókabáta og þannig mætt mikl- um aflasamdrætti togara og stærri báta í kjölfar kvótaskerbingar. Ægir tók saman tölur um aflaverð- Mörg sjávarpláss hafa mætt aflasamdrætti meö því að reiða sig á afla krókabáta. A sumum stöðum kemur allt að 70% þess aflaverómætis sem á land kemur. Hlutfall krókabáta eykst víða mjög mikið milli áranna 1991 og 1994, sums staðar allt að 50%. • Hér virðist afkoma 14-16 sjávarplássa hanga á spýtunni. mæti einstakra staba um land allt sem birtast árlega í Útvegi, riti Fiskifélags ís- lands. Litib er á hlutfall krókabáta í afla- verbmæti einstakra staba og breytingu á því hlutfalli frá 1991 til 1994. Niburstaban er í raun afar skýr. Þab er rétt sem er haldib fram ab mörg sjáv- arpláss á landsbyggbinni hafa mætt aflasamdrætti meb því ab reiða sig á afla krókabáta. Á nokkrum stöbum á land- inu, s.s. Hofsósi, Subureyri, Borgarfirbi eystra, Bíldudal, Ströndum, Bakkafirbi, Tálknafirði og Patreksfirbi, eiga króka- bátar 30-70% hlut þess aflaverbmætis sem landab er á stabnum 1994. Þessir stabir eru teknir sem dæmi um því sjáv- arútvegur er þar nær eini atvinnuvegur- inn. í mebfylgjandi töflu má einnig sjá ab mjög mikill samdráttur verður í afla- verbmæti milli ára. Víbast hvar dregst þab saman um leib og hlutfall króka- báta í verðmætinu eykst. Frá þessu eru þó undantekningar, s.s. Bakkafjörbur þar sem landab aflaverbmæti meira en tvöfaldast frá 1991 til 1994. Hlutfall krókabáta í aflaverbmæti eykst víbast hvar mjög mikið milli 1991 og 1994. Sums staðar er aukningin yfir 50%. Af þessu má rába ab gangi þab mark- mib laganna eftir ab afli krókabáta minnki um meira en helming mun þab víba hafa gífurlega mikil samdráttar- áhrif sérstaklega á stöbum þar sem krókabátar skapa meira en helming afla- verbmætis. Hér virbist afkoma 14-16 sjávarþorpa hanga á spýtunni því reikna má meb ab helmings aflasam- dráttur krókabáta leibi til um helmings aflasamdráttar í nokkrum þorpum. Sé litib á einstaka landshluta kemur í ljós ab Vestfirbir hafa nokkra sérstöðu. Þar eru flest þeirra sjávarplássa sem reiba sig hvab mest á afla krókabáta. í fjórbungnum í heild jókst aflaverbmæti úr 4.582 milljónum 1991 í 4.809 millj- 20 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.