Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 44

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 44
Úthafsveiðisátt- máli Sameinuðu þjóðanna Nú í byrjun ágúst lauk síðustu lotu úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Víðtæk sátt náöist á lokadögum ráðstefnunnar og er þetta sögulegur áfangi þegar svo mörg ríki ákveða að setja reglur um umgengni sína um auölindir úthafsins. Þessar reglur eru almennar og eru nokkurs konar rammi, sem síðar verður fyllt útí, en er grunnur að lausn deilna þjóða á úthöfunum, s.s. okkar íslendinga, Rússa og Norðmann í Smugunni, og einnig lykill að stjórnun á nýtingu á gjöfulum fiskmiðum, t.d. eins og á Reykjaneshrygg. Þessi sáttmáli er því mikilvægur fyrir okkur íslendinga og þó sérstaklega vegna hins svonefnda „íslenska ákvæðis" sem gefur þeim ríkjum sem sérstaklega eru háð fiskveiðum rétt til íhlutunar á svæðum sem þau eiga ekki beinan landfræðilegan aðgang að, en hafa hagsmuni vegna veiða eða göngu nytjafiska um slík svæði. Það að sáttmálinn sé nú undirritaður í New York leysir samt ekki allan vanda, því nú er eftir að fylla út í rammann og þá fara aö takast á ýmsir ólíkir hagsmunir þjóða bæði til lengri tíma og skemmri. Það er einnig nauðsynlegt að þær þjóðir sem hafa undirritaö sáttmálann fullgildi hann og síðan líður ár frá þeim tíma að 30 þjóöir hafa gert svo þar til sáttmálinn gengur formlega í gildi, sem alþjóðasáttmáli og ígildi laga. Þrátt fyrir þennan langa feril, sem vafalaust tekur nokkur ár (þess má geta að það tók yfir tíu ár að fá Alþjóðlega hafréttar- sáttmálann í gildi), geta einstök ríki komið sér saman um að ákvæði sáttmálans gildi á ákveðnum hafsvæðum og því verður mjög forvitnilegt að sjá þróunina á næstu mánuðum og árum. Þá verður einnig spennandi að fylgjast með hvernig þessi sáttmáli hefur áhrif á títtnefnda deilu okkar íslendinga og Norðmanna og Rússa. En til þess að ásættanleg lausn náist í þá deilu fyrir okkur er að hinar þjóðirnar komi fram og taki fullt tillit til okkar íslendinga sem fiskveiðiþjóðar á þessu svæði, en ætli sér ekki að skammta okkur örfáa mola sem fyrir miskunnsemi falla af þeirra borðum. íslensk fiskvernd og hagkvæm nýting sjávarauðlinda Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Ægis og þeim sem fylgjast með málum sjávarútvegsins hér á íslandi að skiptar skoðanir eru um fiskveiðistefnu þá sem rekin hefur verið hér á landi síðasta áratuginn og rúmlega það. í júlí sl. ritaði Ásgeir Jakobsson grein í Morgunblaðið sem hann nefnir „Fiskleysisguðinn". Þar fer Ásgeir hörðum orðum um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og lætur tvo sjávarútvegsráðherra (þ.e. núverandi ráðherra og forvera hans) fá það óþvegið. Að mörgu leyti er ég Ásgeiri sammála, þó finnast mér orðskýringar hans stingandi og hann fara full geyst í nokkrum atriðum, en Ásgeir er hvass penni og þetta er hans stíll. Það sem mér fannst þó athyglisverðast við grein Ásgeirs er eins og hann sjálfur orðar það „að það er sitthvað útgerðardæmi og fiskistofns- dæmi, það fyrra snýst um hagkvæmni í útgerð og sókn í aflann, en hið síðara hvað veitt er mikið magn úr stofninum". Grein Ásgeirs fjallar síðan aðallega um fiskistofnsdæmið og ætla ég ekki að koma sérstaklega inná þá umfjöllun Ásgeirs. Ég tel að á sviði fiskirannsókna sé þörf á mun meiri rannsóknum en nú eru til að ráðgjöf og stjórnun geti verið markvissari og ábyggilegri en hún er nú. Þó svo aö þessi vísindi fari sífellt batnandi með hverju árinu þá er ljóst að tilraunastarfsemi á þessu sviði verður mjög kostnaðarsöm hvort sem of varlega er farið eða of geyst. Það er hér sem vandinn er og enginn finnst sem er tilbúinn að hengja bjölluna á köttinn. Öll umræöa almennings og jafnvel hagsmunaaðila í sjávarútvegi hefur snúist um fiskvernd, þ.e. ab ekki sé veiddur síðasti þorskurinn og ekki sé útrýmt þessari eða hinni tegundinni. Kvótakerfi var komið á hérlendis til ab hindra slíka ógn og því er öll gagnrýni á slíkt kerfi árás á þorskinn eða hvaða fisk annan sem er innlimaður í kvóta. Eða er ekki svo? Ég hef spurt Ragnar Árnason prófessor í fiskihagfræði við Háskóla íslands að þessu og svar hans var einfalt. Það þarf ekkert kvótakerfi til að tryggja verndun fiskistofna aðeins heildarkvóta á þá fisktegund sem vernda skal og eftirlit með veibum. Hins vegar er kvótakerfið efnhagsleg skipting á þeim gæðum sem felast í að fá að sækja sjóinn og afla fiskjar úr auðlindinni og til að slík sókn verði hagkvæm þarf kvóta til ab stjórna aögenginu á sama hátt og eignarétturinn er á landi. Slíkar ákvarðanir eru og verða pólitískar og um þær verður rifist og um þær er verið að rífast nú, einnig í áðurnefndri grein Ásgeirs Jakobssonar, þó þar séu vísindamenn- irnir skammaðir um leið og stjórnmálamennirnir, því kjarkur stjórnmála- mannanna er ekki það mikill að þeir einir geti tekist á við vandann heldur bera þeir fyrir sig skjöld sem eru vísindamennirnir og ráðgjöf þeirra til fiskverndar. Það er tími til þess kominn ab skilja hér á milli og taka efnahagsvandann föstum tökum með þeim tækjum sem til þess eru gerð, en fela sig ekki á bakvið rábgjöf náttúru-vísindamanna sem gera eins vel og þeir mögulega geta en hafa ekki fjármagn, tíma eða tæki til allra þeirra rann-sókna sem nauðsynlegar eru til að slík ráðgjöf sé eins og þeir helst vildu. Það er því þörf á að minna aftur á orð Ásgeirs Jakobssonar, „það er sitthvað útgerðardæmið og fiskistofnsdæmib". Bjami Kr. Grímsson. 44 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.