Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 6
vart þýsku marki. Verö á þorski hefur því ekki verið gott. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að fá að staðaldri 50-100% hærra verð fyrir grálúðu en þorsk. Það er ekki það að smekkur fólks hafi breyst heldur er þessi fiskur sem er seldur í Hull og Grimsby flakaður og unninn í Bretlandi og síðan seldur áfram niður tii Evrópu þar sem alltaf hefur verið markaður fyrir þessar teg- undir en þetta svæði er eitt og sama markaðssvæðið." Á fiskmarkaðnum í Hull, frá vinstri: Sigurður Einarsson Vestmannaeyjum, Pétur Björnsson og Vic Morrow, meðeigandi í ísbergi. Á góðri stundu í garðinum heima, frá vinstri: Gústaf Baldvinsson, starfsmaður ísbergs í Hull, Hörður Þórhallsson, skipstjóri í Keflavík, og Pétur Björnsson. steinbít, keilu og fieiri slíkum tegund- um til Bretlands. Útflutningur á ferskum flökum hefur þó ekki aukist eins mikið og margir spáðu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að fiskkaupendur vilja handflaka fiskinn sjálfir og sú aögerð er mjög ódýr. Þeir ná mjög góðri nýtingu, flökunum er pakk- að jafnóðum af flökurunum. Þegar upp er staðið vilja þeir ekki greiða meira fyr- ir flök en heilan fisk þegar tillit er tekið til nýtingar." Ekki ganga í ESB Vœri, frá þínum bœjarciyrum séð, skynsamlegt fyrir íslendinga að stíga skrefið til fulls og sœkja um inngöngu í ESB, eins og ýmsir liafa hvatt til? „Nei það tel ég ekki. Ég get ekki séð hvern viðskiptalegan ábata viö hefðum af því. Persónulega er ég ekki hrifinn af stórum bandalögum eins og þessu. Ég held að úr þessu verði tröll sem á end- anum éti börnin sín. Ég er viss um aö Bretar, sérstaklega fiskimenn, myndu vilja ganga úr ESB á morgun ef þeir ættu þess kost. Breskir fiskimenn segjast hafa verið blekktir en það ber að hafa í huga að breskur sjávarútvegur er hlutfallslega léttvægur samanborið við íslenskar að- stæður. " Nú liggur fyrir að þorskafii á nœsta ári verður sá minnsti sem leyfður hefur verið um árabil. Hvernig eru horfur fyrir Ávinningur en engin bylting Þú lýsir því hvernig Bretland og Evr- óþa eru orðin einn markaður. Hefur innganga íslands í EES, evr- óþskt efnahagssvœði, breytt aðstœðum á markaðnum? „Nei, það var vissulega ávinningur en ekki sú bylting sem boðuð var. ís- land hefur veriö með einstaklega góðan samning við Efnahagsbandalagið í gegnum EFTA allt frá stofnun þess. Við höfðum mjög mikið tollfrelsi með okk- ar afurðir. EES samningurinn kom okk- ur til hagnaðar að því leyti að tollar á ferskum flökum voru felldir niður en þeir voru mjög háir. Saltfisktollar voru einnig lækkaðir og einnig voru lækkað- ir innflutningstollar á flatfiski, lúðu, 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.