Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 18
Norskur sjávarútvegur Skipulag norsks sjávarútvegs er töluvert frábrugðið þeim íslenska. í Noregi ríkir sú meginregla að veiðar og vinnsla eru aðskildar. Frá þessu eru örfáar undantekningar í Norður-Nor- egi þar sem bæjarútgerðum hefur ver- ið leyft að eignast bæði skip og frysti- hús, yfirleitt í krafti byggðastefnu. Svo langt er gengið í því að halda þessu aðskildu að fyrirtæki í fiskvinnslu fá ekki einu sinni að gera langtímasamn- inga við útgerðarmenn um að skip þeirra leggi upp hjá þeim. Frystihúsa- eigendur verða að kaupa allt hráefni sem þeir þurfa í gegnum hib opinbera fisksölukerfi. Meginreglan að fiskimenn eigi skip sitt Og þegar talið berst að flotanum er yfirleitt talað um fiskimenn en miklu sjaldnar um útgerðarmenn. Þab stafar af því að eigendur skipanna eru í flest- um tilvikum skipstjórar þeirra jafn- framt. Það er einungis í stærstu fyrir- tækjunum sem útgerðarmenn sitja á sínum kontór í landi og þau fyrirtæki eru ekki svo mörg því mér var sagt ab stærsta útgerðarfyrirtækið ætti níu togara. Meginreglan er semsé sú að fiskimenn eigi skip sitt. Smærri skip í Norður-Noregi, stærri skip í Suður-Noregi Það ríkir nokkur klofningur innan raða norskra fiskimanna. Hann er að hluta til landfræðilegur og minnir um margt á deilur Vestfiröinga og annarra landsmanna urn aöganginn aö auð- lindinni. í Norður-Noregi eru fiski- skipin yfirleitt lítil. Það eru smábátar og upp í vertíðarpunga sem stunda veiðar úti fyrir strönd Lófóten og Norður-Noregs. í stærri bæjunum eins og Tromso og Hammerfest eru gerðir út ísfisktogarar sem veiða í Barentshaf- inu. Á hinn bóginn er svo norski úthafsflotinn sem gerður er út frá sunnanverðum Noregi, svæðinu frá Egersund til Álasunds. Þar er ab finna öll nótaveiðiskipin, lítil og stór, sem veiða síld, iobnu, makríl og bræðslu- fisk í Norðursjó, stóra línubáta, fjölveiðiskip og stór vinnsluskip sem geta sótt á fjarlæg mib. Þennan flota er hægt að senda þangað sem fiskur- inn er hverju sinni og það líta Norð- lendingarnir hornauga. Þeir vilja, rétt eins og Vestfirðingar, helst hafa einka- rétt á fiskinum úti fyrir Norður-Nor- egi og í Barentshafi, í þab minnsta forgangsrétt. Þeir saka Sunnlendinga um hentistefnu og ábyrgöarleysi og segja að þeir fleyti bara rjómann ofan af veiðunum, en séu farnir um leib og veiðin minnkar. Eftir sitji heima- menn og lepji daubann úr skel, nema þá til komi byggðastefna stjórnvalda. Sunnlendingar segja hins vegar að þeir séu bara að fylgjast með tíman- um og hann kalli á hagræðingu og fækkun skipa. Á síðasta þingi Norges Fiskarlag brutust þessar deiiur út í átökum um kvóta. Norðanmenn vildu skera nibur kvóta sunnan- manna af því að skipum þeirra hefur fækkað og færa kvótann til sín, en sunnanmenn svöruðu með því að segja að það væri ekki réttlátt að hagræðingin sem orðib hefur í norskum sjávarútvegi komi noröan- mönnum einum til góða. Opin kvika í þjóðarsálinni Það er inn í þessar deilur sem ís- lendingar koma og því bitnar reiði Norðlendinga haröar á okkur en ella. Veiðar íslensku skipanna snerta opna kviku í norskri þjóðarsál og því verða viðbrögðin svo sterk sem raun ber vitni. Það er alltaf auðveldara að fá út- rás fyrir reiði sína á einhverjum bölv- uðum útlendingum - þótt þeir kalli sig frændur - en sínum eigin lands- mönnum. gætu gert kröfu um sögulegan rétt á síidveiðum, allt suöur til Búlgaríu. Við höfum alltaf sagt að þegar stofn- inn nær þeirri stærð að hann fer að hreyfa sig út fyrir norska lögsögu þá erum við undir það búnir að deila hon- um meb þeim þjóðum sem eiga land ab útbreiðslusvæði sildarinnar, þ.e. Islend- ingum, Færeyingum og Rússum. Þetta hefði þurft að ræða áður en að því kom að stofninn færi af stað, en það var ekki gert og þess vegna eru vandræðin nú. Þegar Norðmenn ákváðu að halda veið- unum úr síldarstofninum í algeru lág- marki í því augnamiði að byggja hann upp, þá hefðu þeir átt að óska eftir því við aðrar þjóbir að þær virtu þessa við- leitni. í framhaldi af því hefðu menn átt ab setjast niður og búa til stjórntæki sem gæti haldið utan um veiðar úr stofninum. Þetta var því miöur ekki gert og nú súpum við seyðið af því. Strandríkin fjögur hafa ekki komiö sér saman um veiðistjórnun og íslendingar og Færey- ingar hafa tekið sér rétt til veiða úr stofninum. Þetta er slæmt vegna þess að þaö veikir málstað ríkjanna fjögurra þegar aðrar þjóðir og til ab mynda Evr- ópusambandið koma og krefjast þess ab fá aö veiða síld. Fyrst íslendingar og Færeyingar vilja ekki taka þátt í aö stjórna veiðunum, hvernig geta þeir þá neitaö öðrum þjóðum um að veiöa síld? Með því eru menn að safna glóðum elds að höfði sér. En ef menn eru ekki tilbúnir aö taka þátt í ab koma á skynsamlegri stjórnun síldveiöa, þá verba Norðmenn ab breyta stefnu sinni. Þá hljótum við að taka upp þá stefnu að veiða meira úr stofn- inum og halda honum niðri svo að hann fari aldrei út úr norskri lögsögu. Annað er út í hött meðan aðrar þjóðir, og þá fyrst og fremst íslendingar, vilja ekki taka þátt í að takmarka veiðarnar. Þab mun koma niður á íslenskum fiski- mönnum." Strandríkin verða að standa saman En livers vegna eiga íslendingar aö lúta því að Norðmenn skammti þeim veiðar úr Imefa? „Þegar norsk stjórnvöld hófu samn- 18 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.