Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 19
ingaviðræður við íslendinga um síld- veiðar úr stofninum höfðu þau til hlið- sjónar ráðleggingar Alþjóða hafrann- sóknastofnunarinnar sem voru á þá leið að til þess að byggja stofninn upp þyrfti að halda veiðunum innan ákveðinna marka. Við töldum okkur vera að bjóða Islendingum töluvert magn af síld þrátt fyrir þá staðreynd að þá hafði ekki sést svo mikið sem uggi innan íslenskrar lögsögu. Við vildum finna lausn á þessu máli sem væri ekki svo langt frá upphafleg- um kröfum íslendinga. Það réttlættum við fyrir sjálfum okkur með því aö það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar skipa frá öðrum ríkj- um í Síldarsmugunni. En íslenskir hags- munaaðilar - sem virðast ráða því hvaða stefnu stjórnvöld taka - hugsuðu að mínum dómi allt of skammt. Þeir voru fyrst og fremst með skammtíma- hagnað í huga en ekki framtíðina." Hvaða möguleika sérð þú til þess að takmarka veiðamar í Síldarsmugunni? „Það gæti reynst erfitt fyrst strandrík- in standa ekki saman. Þá er þetta opið haf fyrir hvern sem er. Ef ekki er hægt að ná stjórn á veiðunum, bæði á þorski og síld, með samkomulagi milli þjóða, þá er eina leiðin að færa landhelgina út fyrir 200 mílur. Það er engin heilög tala. Viö gætum þurft að fara út í 250-300 mílur til þess að vemda stofnana." Hvað þótti þér um samkomulag ís- lendinga og Fœreyinga um síldveiðar í vor? „Mér fannst íslendingar ná góðum árangri í samningunum að fá að veiða svo mikið innan færeyskrar lögsögu þótt engin síld væri gengin inn í þá ís- lensku. En það geta tæplega verið hags- munir Færeyinga að opna landhelgi sína með þessum hætti. Norbmenn og Rússar hafa gert samninga við Færey- inga um gagnkvæmar veiðiheimildir og við höfum beint því til stjórnvalda að þá samninga væri rétt að taka til endur- skoöunar í ljósi þessa samkomulags." Útgerðarmenn ráða mestu Það urðu stjórnarskipti á íslandi í vor, hafið þið getað merkt einhverjar breyting- ar á afstöðu nýju stjórnarinnar? „Við bundum vonir við það, en það kom ekki fram í samningaviðræðunum í vor. Hagsmunaaðilar í íslenskum sjáv- arútvegi, einkum sjómenn og útgerðar- menn, hafa mikil áhrif á fiskveiðistefn- una sem er skiljanlegt miðað vib þá erf- iðleika sem íslenskur sjávarútvegur á við að glíma um þessar mundir. Það var greinilegt að þó við teldum okkur vera að bjóða íslendingum töluverðan veiði- kvóta þá var það ekki nóg, einkum fyrir íslenska útgerðarmenn. Það finnst okk- ur miður, því það bitnar ekki bara á norskum fiskimönnum heldur einnig íslenskum. Þetta hefur leitt til aukinna veiða annarra þjóða skipa á svæðinu. Ef við verðum að una því í framtíðinni, þá er þab sök íslendinga að svo er komið," segir Audun Marák. □ Þröstur Haraldsson tók viðtalið hér að framan við Audun Marák. Þröstur hefur lengi stundað blaðamennsku, síðast á Dalvík. Hann er nú dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Greinin er afrakstur ferðar Þrastar til Noregs og Danmerkur. BOSCH ÞEGAR MEST Á REYNIR DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR DJ œMSSON HF LÁGMÚLA9 • SÍMI: 553 8825 ÆGIR 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.