Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 32

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 32
íbúðir í nýju íbúbarými, fram- an við núverandi íbúða- rými á togþilfari, var kom- ið fyrir setustofu s.b.-meg- in, en b.b.-megin er líkams- ræktarherbergi, salernis- klefi, tveir sturtuklefar, saunaklefi o.fl. Á núverandi íbúðarými voru gerðar ýmsar breytingar. Gamla sjúkraklefanum aftast á tog- þilfari s.b.-megin var breytt í fjögurra manna klefa. Gamli loftskeytamannsklef- inn var gerður ab sjúkra- klefa. Þá voru innréttuð ný rými aftast í íbúðarými á neðra þilfari, þ.e. stakka- geymsla, matvælakælir og þurrgeymsla. Vinnslurými, lestarbúnaður Fiskmóttaka: Fiskmóttaka var stækkuð fram og ein- angruð og klædd. Tvær vökvaknúnar fiskilúgur voru smíðaöar og þeim komið fyrir á togþilfari. Fiskmóttöku er lokað ab framan með þili og á því tvær vökvaknúnar renni- lúgur til losunar. Frágangur rýmis: Vinnslu- rými var einangrað og klætt og ýmis búnaður end- urnýjaöur. Vinnslubúnaöur: Vinnslu- búnaður var endurbættur meb hliðsjón af stækkuðu vinnslurými og fyrirkomu- lagi breytt. Frystitœki: Á vinnsluþil- far voru settir fjórir nýir (og endurbættir) láréttir plötu- frystar, frá Kværner Kulde, svo og lausfrystir. Lestarbúnaður: Viðbótar- lestarrými var einangrað og klætt samsvarandi og fyrir var og komið þar fyrir nauðsynlegum innrétting- um og búnaði. Fyrirkomulagsteikning af Akureyrinni EA 110 í megindráttum Vindubúnaður, losunarbúnaður Togvindur: í skipið voru settar þrjár nýjar raf- drifnar togvindur frá Ibercisa búnar átaksjöfn- unarbúnaði frá Rafboða-Rafur. Tvær af vindun- um eru aftantil á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin aftan við síðuhús, en sú þriðja b.b.-megin á framlengdu bakkaþilfari, á lengda hlutanum. Hjálparvindur: í skipið voru settar tíu há- þrýstiknúnar hjálparvindur frá Hagglunds Lid- an AB. Um er að ræða fjórar grandaravindur, staösettar framarlega á togþilfari; tvær bobbingavindur; tvær gilsavindur, staðsettar framan við grandaravindur; ein flotvörpuvinda, með 17.2 m3 tromlu, staðsett á nýjum gálga; og ein kapalvinda, staösett á toggálgapalli. Eldri flotvörpuvinda var lengd um 1 m. Þá var bætt við smávindum og tilflutningur á vindum. SKIPIÐ NÚ STUTT LÝSING Almenn lýsing Gerð skips: Skuttogari með flakavinnslu- og frystibúnaði. Smíðastöð (hönnun): Stocznia im Komuny Paryskiej, B425/II/3 Gdynia, Póllandi. Afhending: Apríl 1974. Flokkun: Det Norske Veritas, *1A1, Stern Trawler, Ice C, *MV. Fyrirkomulag: Tvö þilför stafna á milli, fjögur vatnsþétt þverskipsþil undir nebra þilfari, skutrenna upp á efra þilfar, íbúðarhæb og brú framantil á efra þilfari. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.