Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 5
vitund. Fáum myndi detta í hug að bera upp á granna sinn að hann væri þjófur
og krefjast þess að hann afsannaði það að öðrum kosti. „Muntu vera ekki aðeins
manndrápari og þjófur heldur einnig hinn versti maður“ er Jón Marteinsson
látinn segja við nafna sinn Hreggviðsson í íslandsklukkunni. Vafasamt er að
Marteinsson hafí látið sér til hugar koma að nafna hans bæri afsanna þessa full-
yrðingu vildi hann ekki við hana una, þótt lítið sé að sjálfsögðu um það vitað.
Síðastliðið sumar birtist frétt í einu dagblaðanna í tilefni af því að kveðinn
hafði verið upp sýknudómur í nauðgunarmáli og bar fyrirsögnina „Stígamóta-
konur um sýknudóm héraðsdóms í nauðgunarmáli: Algjört skilningsleysi
dómsvalda“. I fréttinni segir m.a.:
Fyrir nokkrum árum settu Stígamótakonur fram hugmynd sem þær kölluðu öfuga
sönnunarbyrði, það er að ákærðir nauðgarar þyrftu að sanna að þeir hefðu ekki verið
að verki, ólíkt því sem er í dag þar sem meint fórnarlömb þurfi að sanna að þeim hafi
verið nauðgað. "Með því að benda á þessa leið vorum við jafnframt að segja að til
væm margar aðrar leiðir en endilega sú leið sem farin hefur verið. Við vomm í raun
að biðja um að þessi mál væm skoðuð og endurmetin, hvort það væri mögulegt að
sönnunarbyrðin lægi ekki eingöngu hjá þolanda. Hún eða hann - því við vitum að
körlum er líka nauðgað - er aðalvitni í eigin máli“.
Nú skal það sérstaklega tekið fram hér að óumdeilt má telja að kynferðisbrot
eru einhver alvarlegustu afbrot sem framin eru og eins það að sá sem fyrir brot-
inu verður ætti að eiga rétt á allri þeirri hjálp sem hægt er að láta í té. Það er vel
skiljanlegt að þeim, sem em að hjálpa brotaþolum ár og síð, og em sannfærðir
um að brot hafi verið framið, hitni í hamsi þegar ákæmvaldinu tekst ekki að
færa fram sannanir sem nægja til sakfellingar. Það breytir þó ekki því að hér er
bryddað á tillögum sem virðast þess efnis, þótt ekki séu þær skýrar, að til
athugunar komi að snúa sönnunarbyrði við í þessum brotaflokki, a.m.k. að
leggja hana að einhverju marki á meintan brotamann. Ef tillögur af þessu tagi
fengju byr undir báða vængi er erfltt að sjá hvar það flug gæti endað, en ekki er
ólíklegt að það yrði með hinni verstu brotlendingu. Það er alveg víst að hér þarf
að fara með hinni mestu gát.
247