Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 6
Hjördís Björk Hákonardóttir er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Hjördís Björk Hákonardóttir: UM NÁTTÚRURÉTT Óhætt er að fullyrða að náttúruréttur eigi talsverð ítök bæði í verkum lög- spekinga í samtímanum og hafi áhrif á túlkun og beitingu laga. Þetta kemur fram á ýmsum sviðum. Allir hafa til dæmis hugmynd um að mannréttindi séu mikil- væg. Mannréttindi einstaklinga njóta vemdar í stjómarskrám rikja og binda þjóðríki í alþjóðlegum sáttmálum. Menn gera ýmsar kröfur í nafni mannréttinda, allt frá því að vera ekki hnepptir saklausir í fangelsi til þess að eiga kost á mennt- un og heilsugæslu. Það er því eðlilegt að spurt sé hvaðan höfum við þessa hugmynd um réttindi sem mönnum beri skilyrðislaust í krafti þess eins að vera menn? Svarið felst í meira en tvö þúsund ára gamalli hefð sem er nefnd „nátt- úruréttur". Það er markmið þessarar greinar að segja lauslega frá þeirri hefð.1 HVAÐ ER NÁTTÚRURÉTTUR? Náttúmréttur er kenning um eðli laga. Menn hafa frá örófí alda reynt að svara spumingum eins og 'hvað era lög'?, 'hvað era gild lög'?, 'hvað er réttlæti'?, 'hvað réttlætir lög'? og 'hvað gerir lög bindandi'? Slíkum spumingum má svara á grand- velli náttúraréttar. En náttúraréttur lýsir einnig tilteknum flokki siðferðilegra meginreglna, sem taka til allra manna. Kjami kenningarinnar um náttúrarétt er að til séu algild, eilíf og augljós gildi og um þau fjalli vissar hlutlægar siðferðilegar meginreglur. Tilvist þeirra „leiði af‘ eða sé „hluti af‘ gerð alheimsins og þær verði uppgötvaðar eða kallaðar fram af skynsemi mannsins. Þetta sé svo vegna þess að mannleg breytni eða þær reglur sem henni stjóma, um gott og illt, rétt og 1 Ég vil þakka vinum mínum Þorsteini Gylfasyni prófessor og Mikael Karlssyni dósent fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Svavar Hrafn Svavarsson fornfræðingur og Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor gáfu einnig góð ráð. 248

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.