Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 8
Antígóna geldur með lífi sínu fyrir að virða hin eilífu lög en brjóta (laga)boð Kreons konungs. GRIKKIR TIL FORNA „Oskráð lög ... sem haggast ei og hvorki voru sett í gær né felld í dag, en eilíf ríkja“. Hvemig skyldi heimsmynd grísks leikritaskálds hafa verið þegar þetta er ritað? Menn bjuggu ekki yfir þeirri þekkingu á hinum efnislega heimi sem er til staðar í dag, hann var í hugum manna miklu minni, ríkiseiningamar vom borg- ríkin og Seifur og hans hirð ríktu enn á Olympsfjalli. En menn veltu fyrir sér undmm náttúmnnar og eðli manna og hluta og svömðu þeim spumingum sem vöknuðu af slíkri snilld að á mörgum sviðum hefur enn ekki tekist að gera betur. I hugum Grikkja til foma þýddi hugtakið „náttúra“ eðli hluta (fysis). Heimurinn og þar með menn, dýr og jurtir lutu ákveðnum lögmálum, eilífum og óbreytan- legum. Það má halda því fram að í þessari heimssýn sé vagga kenningarinnar um náttúrurétt. Hugtakið „náttúmréttur“ var ekki notað á tíma Platons, en sömu lög- mál vom rædd þá og em rædd enn í dag: „óskráð lög“... „sem haggast ei og hvorki vom sett í gær né felld í dag, en eilíf ríkja“. I raun var hér um að ræða hefðbundinn mun sem Grikkir gerðu á skráðum og óskráðum lögum. Stundum er þessi hug- mynd um „óskráð lög“ talin vera eins konar náttúmréttarkenning, sem byggi á hugmyndum samfélagsins um rétt og rangt, á siðferðismati þess eða hyggjuviti.5 Grikkimir gerðu líka greinarmun á því sem var réttlátt af sjálfu sér og réttlátt samkvæmt venjum samfélagsins. Réttlæti var sú dygð að breyta „rétt“.6 Sókrates heldur því fram í Ríki Platons að „réttlæti leiði til hamingju, ranglæti til óhamingju“.7 Þessi sýn á réttlætið var hins vegar ekki einhlít, enda koma skoðanir Sókratesar og lærisveina hans einkum fram í deilum við ýmsa svo- nefnda sófista (fræðara) sem töldu réttlætið vera afstætt. Réttlætið birtist sam- kvæmt Platoni á þremur sviðum: í verkum fólks, í lögurn og stofnunum (ríkinu) og sem dygð einstaklinga. Réttlætið í einstaklingunum er uppmnalegast því það er forsenda réttlátra verka og réttlátra stofnana. Réttlæti bæði manns og rrkis er „að iðka það eitt sem eðli hans hæfir“.8 Sókrates, Platon og Aristóteles9 kenndu um dómgreind og réttlæti sem dyggði, en sófistarnir kenndu flestir þvert á móti að allir hlutir væru afstæðir og 5 T.d. Barry Nicholas, An Introduction to Roman Law, Oxford 1962, bls. 54-55. 6 Eyjólfur Kjalar Emilsson, Inngangur að Platon: Ríkið, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1991, bls. 27. Réttlæti á grísku er dikaiosyne. Sókrates var heimspekingur í Aþenu (470 eða 469-399 f. Kr.). Platon (427-347 f. Kr.) var lærisveinn hans og stofnaði eigin skóla í Aþenu, Akademíuna. Eyjólfur Kjalar telur Platon hafa lokið við Ríkið á árunum 375-370. 7 Sama rit, bls. 30. 8 Sama rit, bls. 35-38. 9 Aristóteles (384-322 f. Kr.) var lærisveinn Platons, stofnaði síðar eigin skóla Lykeion árið 335 f. Kr. Hann fjallar um þessi efni í Siðfrœði Níkotnakkosar, sem út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar, Reykjavík 1995 og í ritinu Stjómspeki. 250

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.