Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 11
Þar sem heimurinn laut ákveðnum lögmálum var heilbrigði fólgin í því að hver
hlutur væri í samræmi við tilheyrandi lögmál. Lög sem voru í samræmi við rétt eðli
hluta leiddu til farsældar í samfélaginu, stuðluðu að heilbrigðu samfélagi. Lög sem
ekki voru í samræmi við náttúrulögmálin leiddu til hnignunar. Þetta er sambærilegt
við mannslíkamann. Sumt er honum hollt og annað óhollt. Svo tekin séu nútímaleg
dæmi, ef við borðum aðeins kartöfluflögur og sælgæti og drekkum gos og reykjum
og hi'eyfum okkur ekki, þá hrakar heilsu okkar. Það öfgafyllsta er auðvitað að borða
eitur þar sem það drepur okkur. Ef við borðum hins vegar heilsusamlega fæðu,
ferska ávexti og grænmeti og stundum lrkamsrækt, þá verðum við hraust og kraft-
mikil. Þetta er náttúrulögmál. Og sama gildir um samfélagið. Ef fólk býr við laga-
kerfi og reglur sem eru í samræmi við eðli hluta, þá stuðlar það að farsæld í sam-
félaginu og eykur auð og vellíðan. Önnur lög leiða til hins gagnstæða, samfélagið
verður óheilbrigt. Mennimir og stofnanir þeirra eru þannig borin saman við nátt-
úmna og skoðuð eins og hún er skoðuð. Aðeins góð lög em þannig samfélaginu
eins og holl næring en vond lög em líkleg til að tortíma því eins og eiturbikar.
Niðurstöður sínar byggði Aristóteles meðal annars á rannsóknun á hinum gnsku
borgríkjum. Þar vom konur kúgaðar af körlum, þrælahald var sjálfsagt, og þjóðir
utan Grikklands, barbaramir, fyrirlitnar. Það em því ekki neinar meginreglur í anda
nútíma mannréttinda sem hann sér og sama má segja um kenningu hans um rétt-
lætið. Hann sér hins vegar að það hafa myndast reglur í þjóðfélaginu sem endur-
spegla hyggindi og skynsemi, því markmið þeirra er það sem er gott fyrir samfélag-
ið. Slíkt samkomulag manna kveður hann vera samkvæmt náttúmlegri skipan. Þetta
em hin óskráðu lög og samkvæmt tilgangi sínum em þau góð fyrir samfélagið og
stuðla að heilbrigði þess.14 En hann vildi hka flokka og skilgreina lögin og eru
aðferðir hans við það ennþá viðhafðar. Sá greinarmunur sem hann gerir á almennu
og afmörkuðu réttlæti15 er af sumum fræðimönnum talinn vera gmnnurinn að þeim
greinarmun sem síðar var gerður á einkamálarétti og opinberam rétti.16
STÓUMENN
Stóumenn tengdu hugtakið „náttúra“ við hugmyndina um skynsemi manns-
ins. Hið góða er að lifa í samræmi við skynsemina, í samræmi við náttúruna.17
Það er frá þessari notkun Stóumanna á orðinu „natura“ sem hugtakið „nátt-
úmréttur" er komið. Hefur orðið sjálft leitt til gagnrýni af ýmsu tagi á kenn-
inguna um náttúmrétt.18 Það er einnig fyrst með Stóuspekinni sem hugmyndin
um náttúrurétt spannar alla heimsbyggðina en ekki eingöngu hina afmörkuðu
heima hvers borgríkis fyrir sig. Þeir boðuðu gildi manneskjunnar sem slíkrar og
14 Aristóteles, Siðfrœði X, 9 og V, 7. Sigurður Líndal, sama rit.
15 Aristóteles, Siðfrœði, V, 1.
16 T.d. Barry Nicholas, sama rit, bls. 2.
17 Finnis, sama rit, bls. 377.
18 Sama rit, bls. 374-377.
253