Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 12
bræðralag allra manna.19 Heimspeki þeirra hafði mikil áhrif á réttarþróunina. Hún átti miklu fylgi að fagna í um fimm aldir, upphaflega í Grikklandi og síðar í Rómaveldi. Upphafsmaður hennar er yfirleitt talinn hafa verið Afríku- maðurinn Zenón20 en hann flutti um tvítugt til Aþenu og bjó þar síðan. Aðrir frægir Stóumenn voru til dæmis Epiktetus21 þræll og Marcús Aurelíus keisari22 en þeir voru báðir uppi á 2. öld og skrifuðu áþekka heimspeki. Þeir töldu að maðurinn ætti að lifa samkvæmt lögmáli náttúrunnar. Stóumenn töldu að alheiminum væri stjórnað af náttúrulögmáli (logos).23 Náttúrulögmálið lýsti í fyrsta lagi hinni sönnu gerð veruleikans og í öðru lagi Guðs vilja, sem „í öllu og alls staðar býr“, og í þriðja lagi var þetta skynsemis- lögmál, þ.e.a.s. maðurinn gat skilið náttúrulögmálið og lagað sig að því. Heim- urinn var þeim eins og risastór lífvera og sál hans var Guð. Skynsemin í al- heiminum var skynsemi Guðs. Og maðurinn átti þar hlutdeild því mannssálin var eins og neisti í eldlegum anda Guðs sem stýrði alheiminum.24 Þetta er „Guðsneistinn í brjóstum okkar“ eða eins og lýst er í þessari vísu Steingríms Thorsteinssonar: Trúðu á tvennt í heimi Tign sem hæsta ber Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér. En þar sem maðurinn hefur sjálfstæðan vilja og getur þar með valið þá verður hann ekki knúinn til að fylgja náttúrulögmálinu. Hagi hann sér hins vegar eins og skynsemin býður honum þá mun hann fylgja því.25 Af þeirri hugsun að maðurinn sé hluti alheimsandans er hugmyndin um bræðralag manna og jafnrétti sprottin. Stóumenn áttuðu sig á því að menn hafa náttúrulegar hneigðir til sjálfsbjargar og sjálfselsku og síðan að aðrir hafa sömu þarfir og maður sjálfur. Því boðuðu þeir að menn yfirfærðu sjálfselskuna smám saman yfir á aðra: maka, böm, aðra ættingja, vini, skólafélaga, samstarfsmenn og síðan óvandabundna. Menn fara sem sagt líka að tileinka sér annarra hags- muni, langanir o.s.frv., líkt og þegar steini er kastað í vatn og hver hringurinn 19 Lloyd, sama rit bls. 107-108. 20 336-265 f. Kr. 21 55-135. 22 121-180. 23 Þetta var ekki uppfinning Stóumanna heldur ævafom hugmynd og þekkt á þeirra tímum. Hún kom meðal annars fram hjá Herakleitosi. 24 Þorsteinn Gylfason, „Hvað er réttlæti?", Skímir 1984, bls. 195. 25 M.G. Singer, í The 1995 Grolier Multimedia Encyclopedia, „natural law“. Sjá nánar Encyclopedia of Philosophy, „microcosm". 254
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.