Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 17
UPPLÝSINGIN, HÚGÓ GRÓTÍUS OG JOHN LOCKE Þegar kemur fram á 17. öldina fær náttúrurétturinn nýjan byr sem er óháður almættinu. Hollenski lögfræðingurinn Húgó Grótíus53 er almennt talinn guð- faðir veraldarvæðingar náttúruréttarins en hugsunin var ekki alveg ný. Bellar- mínó kardínáli54 skrifaði að „jafnvel þótt hið óhugsandi væri, að maðurinn væri ekki skapaður af Guði“, þá gæti hann samt túlkað náttúruréttinn „því hann mundi engu að síður vera skynsemisvera“.55 Grótíus fullyrti svo að frægt varð að náttúruréttur myndi jafngildur „jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir því... að Guð væri ekki til eða skipti sér ekki af mannlífinu“.56 Grótíus lagði áherslu á eðli mannsins sem skynsemisveru og einnig sem félagsveru. Af þessu taldi hann leiða að þær reglur sem væru mönnunum eðlilegar - skynsamlegar - væru þær reglur sem gerðu fólki kleift að búa saman í sátt og samlyndi.57 Út frá þessum forsendum mótar hann kenningu sína um frið og alþjóðarétt. Grótíus er ekki að afneita Guði, enda bam síns tíma. Hann telur náttúrarétt eiga sér guðlegt upphaf. Guðleg boð styrkja menn í skilningi sínum á náttúru- réttinum. Grótíus vildi hins vegar setja fram lögspekikenningu sem væri óháð guðfræðilegum forsendum, og í því er sérstaða hans fólgin frekar en í skil- greiningu hans á náttúrurétti.58 Grótíus hélt fast við að náttúruréttur væri eilífur og óbreytanlegur. Þess vegna voru meginreglur hans þær stoðir sem hægt var að byggja lögvfsindi á. Vísindi sem ekki voru afstæð vegna breytinga eða ólíkra siða, heldur skýr, sjálfgefin og sjálfum sér samkvæm.59 Aðskilnaður Guðs og náttúruréttar þróast í verkum þeirra höfunda sem á eftir honum koma og móta náttúruréttarkenningu, sem er alveg veraldleg.60 Að lokum verður náttúrurétturinn að „augljósri“, „sjálfgefinni“ staðreynd, og skír- skotanir til Guðs hverfa úr sögunni. A 17. öldinni koma fram nýjar áherslur í sögu náttúruréttar. Er rétt að nefna einkum tvö atriði. Annað er að náttúruréttur fær hlutverk í veraldlegri stjórn- málabaráttu, og hitt er að á grundvelli hans fara menn að sjá og virða náttúru- leg réttindi. Helstu kennismiðir þessa þáttar eru heimspekingarnir Tómas 53 Húgó Grótíus (1583-1645) var hollenskur lögfræðingur og stjórnfræðingur, oft nefndur „faðir alþjóðaréttar". Helsta rit De Jure Belli ac Pacis. 54 Róbert Bellarmínó (1542-1621) var ítalskur jesúíti, sem gerður var að kardínála 1599, höfuðverk hans er Disputationes de Controversiis. 55 Lloyd, sama rit, bls. 112. 56 Grótíus, De Jure Belli ac Pacis, Prolegomena, para. 11. 57 M.G. Singer, The 1995 Grolier multimedia encyclopedia, „natural law“. 58 d'Entréves, sama rit, bls. 53-55. 59 Finnis, sama rit, bls. 43-44. Hann telur Grótíus hafa verið rangtúlkaðan. 60 Sjá t.d. Pufendorf, Burlamaqui, Vattel, Jefferson og frönsku byltingarmennirnir, d'Entréves, sama rit, bls. 55. 259

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.