Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 18
Hobbes,61 John Locke62 og Jean-Jacques Rousseau.63 Þeir ganga allir út frá því
að áður en borgaraleg þjóðfélög verða til, þá búi menn við ástand sem þeir kalla
„ríki náttúrunnar". Hjá Hobbes er þetta heldur dapurlegt ástand vegna þess að
mennirnir eru, að því er hann telur, í eðli sínu eigingjarnir og ruddalegir og
hverjum öðrum grimmir. Þetta leiðir til þess að líf þeirra verður dýrslegt og
stutt. Hjá Locke er ríki náttúrunnar hins vegar sælureitur frjálsra og jafnra
manna sem búa við náttúrurétt. Þó ber þann skugga á að þar sem hver fyrir sig
verður sjálfur að gæta eigna sinna og velferðar, þegar aðrir ásælast eignirnar eða
brjóta gegn lífi og limum, þá gætir óöryggis meðal fólks. Hugmynd Rousseaus
um ríki náttúrunnar er svipuð og hjá Locke, að öðru leyti en því að eignarrétt-
urinn skiptir minna máli hjá Rousseau. Hugsýnin um ríki náttúrunnar er hluti af
skýringu þessara heimspekinga á því hvernig ríki verða til og a.m.k. hjá Locke
jafnframt leit að réttlætingu þjóðfélagsvalds.64
Allir ganga þeir út frá kenningu um náttúrurétt. Hobbes var mikill aðdáandi
Galfleós65 og vildi skýra hinn samfélagslega veruleika með vísindalegum að-
ferðum, á svipaðan hátt og Galfleó skýrði hinn efnislega veruleika.66 Hann
hafnaði kenningu Aristótelesar um tilgang hluta. Hobbes taldi menn stjórnast af
lögmálum sem væru nánast vélræn. Hver þau eru finnst þegar búið er að hugsa
burt þá þætti sem hafa truflandi áhrif á hið náttúrulega eðli eins og siðir og
menning hafa. Þá kemur í ljós að langanir og andúð eru helstu drifkraftarnir auk
sjálfsbjargarviðleitni. Hobbes telur að samkvæmt náttúruréttinum sé það boð
skynseminnar að maðurinn megi ekki vinna sjálfum sér tjón, heldur skuli hann
gera það sem stuðlar að eigin varðveislu, sem aftur leiði röklega af sjálfsbjarg-
arviðleitni mannsins. Hann gangi því í bandalag við aðra menn um að setja lög
sem verða grundvöllur rflds og friðar. Þetta er svokölluð „sáttmálakenning“ um
upphaf ríkisins. Locke segir menn gera með sér samfélagssáttmála til að tryggja
öryggi sitt og hin náttúrulegu réttindi sem menn hafi í ríki náttúrunnar til lífs,
frelsis, eigna og jafnréttis.67
Náttúrurétturinn er samkvæmt þessum kenningum til áður en samfélög verða
61 Tómas Hobbes (1588-1679), enskur heimspekingur, höfuðrit hans er Levíatan, sem fjallar
um stjómspeki.
62 John Locke (1632-1704), enskur heimspekingur, framkvöðull frjálshyggju (liberalism) í
stjómspeki. Ritgerð um ríkisvald, þýdd af Atla Harðarsyni, útg. Hins íslenska bókmennta-
félags, Reykjavík, 1986.
63 Jean-Jacques Rousseau ( 1712-1778), fæddur í Genf en bjó lengst af í Frakklandi. Heim-
spekingur, umbótasinni og rithöfundur. Helsta rit hans í stjómmálafræðum er Contrat social.
64 Locke, Ritgerð um ríkisvald, 1. gr.
65 Galíleó (1564-1642) var ítalskur eðlis- og stjömufræðingur.
66 Vilhjálmur Árnason, Þœttir úr sögu siðfrœðinnar, Reykjavík 1990, bls. 38.
67 Locke, sama rit, t.d. 6. 7., 13. og 123. gr.
260