Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 24
Annað atriði, sem einnig varðar tengsl laga og siðferðis, snýr að spurningunni um gildi laga. Hvað eru gild lög? Hvenær eru lög gild? Eitt helsta ágrein- ingsefni náttúruréttarmanna og löggjafarhyggjumanna varðar spurninguna um gildi laga. Ef við lítum á íslenska stjórnskipun, þá eru lög gild hafi þau verið sett af Alþingi eftir lögbundnum leiðum og síðan birt í Stjómartíðindum. Það er þetta sem ákveður gildi laga segir löggjafarsinninn og annað ekki, það að reglan sé gerð af formlega réttum aðila, sem hafi beitt við það formlega réttum aðferðum. Þetta er mælikvarði á gildi laga. Að frátöldu þvingunarvaldinu sem fylgir lögunum þá er viðhorfið það sama og til reglna í leik. Hvort reglurnar eru góðar eða slæmar, sanngjamar eða ósanngjamar skiptir ekki máli. Þetta eru leikreglumar. I náttúrurétti er ekki að finna nothæfan mælikvarða á hvað eru „gild lög“, segja löggjafarhyggjumenn. Eini mælikvarðinn á „gildi“ að náttúru- rétti varðar siðferðilegt gildi: „Náttúruréttarlögfræðingar geta aðeins metið lög sem siðferðilega gild, þ.e. réttlát, eða siðferðilega ógild, þ.e. ranglát. Þeir geta ekki sagt um lög að þau séu lagalega gild en siðferðilega röng. Ef eitthvað er rangt og óréttlátt, þá er það líka ógilt í þeim eina skilning á „gildi“ sem þeir viðurkenna“.89 Með öðrum orðum geti náttúruréttarsinni ekki fallist á að eitt- hvað sé „löglegt en siðlaust". Og í framhaldi af því er spurt ’hvað er siðlaust'? Og það á að vera spurning sem ekki verði svarað með neinni vissu. Þessari gagnrýni hefur verið svarað með ýmsu móti. Finnis telur vera um að ræða misskilning á náttúrurétti og þá sérstaklega rangtúlkun á Tómasi frá Akvínó. Lög og náttúruréttur séu hvorki andstæður né eitt og hið sama. Nátt- úrurétturinn setji lögunum fyrirmynd og það í samræmi við hyggjuvit, en ekki einhverja hugsýn.90 Aðrir fræðimenn hafa til dæmis vísað til þvingunarvalds laga, að það sé almennt skylda að hlýða lögunum. Slíka almenna skyldu þurfi að vera hægt að réttlæta, auk þess varði ýmsar lagareglur undirstöðuatriði í lífs- háttum fólks, spurningar um réttmæti í slíkum tilvikum verði ekki afgreiddar með 'af því bara, Alþingi sagði það'! Spurningin um skylduna til að hlýða lögunum geti ekki verið einvörðungu lögfræðilegt álitamál, henni verði ekki svarað með vísan til þess eins að tiltekin lagaregla sé til og hún hafi verið form- lega rétt sett. Spurningin sé siðferðilegs eðlis vegna þess að hún varði ákvörðun um 'gott' og ’illt'.91 Uppspretta margrar gagnrýni á náttúrurétt, til dæmis af því tagi að hann sé óstöðugur, hafi birst í of mörgum útgáfum, er hugsanlega margræðni hugtaksins „náttúra".92 Hugtakið „náttúra“ getur vísað til þeirra fyrirbæra í umhverfi okkar 89 J.Raz í „Kelsen's Theory of the Basic Norm“ (1974) 19 Am J. Juris, bls. 94, á bls. 100; sjá Finnis, sama rit, bls. 26. 90 Finnis, sama rit, bls 26 o. áfr. 91 d'Entréves, sarna rit, bls. 128-133. 92 Sama rit, bls. 13-14. 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.