Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 25
sem ekki eru sköpuð af manninum, til dæmis náttúra landsins. Við segjum líka að allir menn séu jafnir 'frá náttúrunnar hendi', og vísum þá til þess sem ekki hefur verið breytt eða meðhöndlað af manninum þannig að eiginleikar þess breytist. Hér er vísað til eðlis manna, eins og þess að manninum er 'náttúrulegt' að auka kyn sitt eða beita hugsun sinni eða hræðast ákveðna hluti eða svo vitnað sé til Aristótelesar að 'maðurinn er í eðli sínu félagslegt dýr'. Einnig kann að verða ruglingur við notkun líkra hugtaka yfir ólík fyrirbæri eins og „rrki náttúrunnar“, „náttúruleg réttindi“, „náttúrurétt“. „Ríki náttúrunn- ar“ er heimspekileg skáldsýn á það hvemig heimurinn, mannlegt samfélag, var áður en borgaraleg rrki vom stofnuð. „Náttúraleg réttindi“ má hins vegar skil- greina sem réttindi sem leidd em af náttúrarétti, sem réttlæta vissar kröfur á hendur öðrum mönnum, einkum stjómvöldum, um aðgerðir eða aðgerðaleysi, og sem einstaklingar hafa í krafti þess eins að þeir eru menn, í dag nefnd „mannréttindi“. Loks er náttúruréttur kenning um eðli laga. Að lokum má til dæmis nefna að því er oft haldið fram að náttúruréttur velti á tilvist Guðs. Meðal þeirra sem aðhylltust Stóuspeki voru nokkrir hinna fyrstu kirkjufeðra kristninnar og fann náttúruréttur samhljóm í kenningum hennar. Upphafsorð Decretum Gratiani eru svohljóðandi: „Mannkynið lýtur tvenns lags lögum: náttúrurétti og venju. Náttúruréttur er geymdur í ritningunni og guðspjöllunum“. í meðförum kirkjunnar manna öðlaðist kenningin um náttúru- rétt skýrleika og kraft og varð undirstaða heils siðfræðikerfis.93 Ýmsar kenn- ingar um náttúrarétt virðast byggja á tilvera Guðs sem röklegri nauðsyn. Hann var bindandi vegna þess að hann var birtur af Guði og af sömu ástæðu var hann æðri öðram mannanna lögum, því Guð hefur sagt: „ég er sannleikurinn, ég er ekki lög eða stjómarskrá“.94 En þetta leiðir augljóslega til erfiðleika þar sem tilvist Guðs er mönnum eilíft ágreiningsefni. Er Guð til? Og verði ekki sýnt fram á það þá verði ekki sýnt fram á náttúrurétt, ef hann veltur á tilvist Guðs. Sumir fræðimenn eins og Grótíus og Finnis hafna því hins vegar að tilvist Guðs sé rökleg nauðsyn fyrir náttúrurétti.95 LOKAORÐ Náttúruréttur hefur haft gífurleg áhrif á verk mikilla hugsuða og áhrifamanna og þar með á það hvernig við hugsum um hlutina. Umræður um réttlæti og ranglæti og tilgang laga má rekja til hans. Hugsjónir um frelsi og jafnrétti má rekja til hans og það að þessar hugsjónir hafa ratað í lögbækumar, m.a. í formi mannréttinda. 93 Sama rit, bls. 37. 94 Haft eftir fræðimanni sem skrifaði um Decretum Gratiani, sama rit, bls. 38. 95 Sjá Finnis, sama rit, bls. 48-49 og kafla III. 267

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.