Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 33
Ákvæði milliríkjasamninga sem ísland er aðili að ganga þó framar ofan- greindu lagaákvæði. I 3. mgr. sömu lagagreinar er sérákvæði varðandi lögsögu þegar ágreiningur um forsjá er hluti af hjúskaparmáli en þá gilda reglur samkvæmt hjúskaparlög- um um lögsögu og vamarþing. Um forsjárþáttinn verður að gæta lagaákvæða VIII. kafla barnalaga sem fjallar um dómsmál vegna ágreinings um forsjá bama. Þá er einnig sérregla í 4. mgr. 56. gr. barnalaga en samkvæmt henni getur íslenskur dómstóll, ef alveg sérstaklega stendur á, leyst úr kröfu um forsjár- skipan til bráðabirgða ef stefndi eða bamið dvelst hér á landi. Vamarþingsreglur em í 115. gr. hjúskaparlaga en þar segir að mál skuli höfða á heimilisvamarþingi stefnda en ef stefndi á ekki heimilisvarnarþing hér á landi skuli mál höfða þar sem stefnandi á heimilisvamarþing. Þó geta aðilar samið um annað vamarþing. Faðernismál má höfða á heimilisvarnarþingi móður eða varnaraðila sam- kvæmt 1. mgr. 42. gr. bamalaga. Ef móðir á ekki vamarþing hér á landi má höfða mál á vamarþingi vamaraðila eða því varnarþingi sem hann átti síðast hér á landi ef hann er farinn af landi eða ókunnugt er hvar hann er niður kominn eða á varnarþingi þar sem með bú hans er farið, sbr. 2. mgr. 42. gr. bamalaga. Ef ekki er til að dreifa varnarþingi samkvæmt ofangreindu má höfða mál á varnarþingi bams eða fyrir öðrum dómstóli hér á landi samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. barnalaga skal höfða dómsmál vegna ágreinings um forsjá barns á heimilisvamarþingi þess eða á heimilisvamarþingi stefnda að öðrum kosti. Ef hvomgt þeirra á heimilisvarnarþing hér á landi má höfða mál á heimilisvarnarþingi stefnanda. Ef ekki er til að dreifa vamarþingi samkvæmt ofangreindu skal höfða mál fyrir dómstóli sem dómsmálaráðuneytið kveður á um. í 116. gr. hjúskaparlaga eru reglur um aðild í hjúskaparmálum en þar kemur fram að annað hjóna og það eitt getur höfðað hjúskaparmál. Mál til ógildingar á hjúskap samkvæmt 9. og 11. gr. má þó höfða af dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu eða öðra hvom hjóna, sbr. 2. mgr. 116. gr. hjúskl. Ef ógilding er reist á ákvæði 11. gr. er málshöfðun einnig heimil því hjóna úr eldra hjúskap sem tví- kvænishjúskapur gengur í berhögg við. Samkvæmt 43. gr. bamalaga er sóknaraðili faðernismáls móðir barnsins eða barnið sjálft. Varnaraðili er sá maður eða þeir menn sem eru taldir hafa haft samfarir við barnsmóður á getnaðartíma barns en ef varnaraðili er látinn má höfða málið á hendur dánarbúinu. Mál til vefengingar á faðemi barns geta eig- inmaður móður eða sambýlismaður hennar höfðað, móðirin, barnið sjálft eða lögráðamaður þess, sbr. 1. mgr. 52. gr. bamalaga. Ef eiginmaður eða sambýlis- maður móður er látinn getur sá erfingi hans sem gengur jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Aðild að málssókn í málum til ógildingar á faðernisviðurkenningu á sá sem hefur viðurkennt faðerni barnsins, móðir þess og barnið sjálft, sbr. 2. mgr. 53. gr. bamalaga. 275

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.