Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 34
E. Heimilt er að skipa málsvara og skipa má barni talsmann Samkvæmt 2. mgr. 117. hjúskl. er dómara heimilt í ákveðnum tilvikum að skipa vamaraðila málsvara en það er þegar hvorki er vitað um heimilisfang né dvalarstað stefnda. Sama gildir þegar stefndi er búsettur eða dvelst erlendis og ekki tekst að birta honum stefnu eða hvorki hann né umboðsmaður hans sækir þing við þingfestingu máls og sérstakar ástæður mæla að öðru leyti með því að honum verði skipaður málsvari. Þá má skipa barni talsmann til að gæta hagsmuna þess við úrlausn forsjármáls ef sérstök þörf er á því, sbr. 5. mgr. 34. gr. barnalaga. í greinargerð með frum- varpi laganna kemur fram að talsmaður barns geti t.d. verið fagmaður á sviði sálfræði, barnageðlækninga eða félagsráðgjafar sem hefði það hlutverk að veita bami er verður bitbein foreldra í sérstaklega erfiðum forsjárdeilum liðsinni sitt ef úrlausnaraðili, þ.e. dómari eða dómsmálaráðuneyti, telur barninu brýna þörf á stuðningi vegna málarekstursins. Samkvæmt 45. gr. barnalaga eiga móðir og bam ef það er sóknaraðili fað- ernismáls kröfu á liðsinni barnaverndarnefndar á meðan málið er til meðferðar eftir því sem dómari telur þörf á. F. Sáttahlutverk dómara Aður en skilnaður er veittur skal dómari reyna að koma á samkomulagi milli hjóna um skipan forsjár fyrir bömum um framí'ærslueyri og aðra skilnaðarskil- mála, sbr. 1. mgr. 43. gr. hjúskl. og 59. gr. barnalaga. í 2. mgr. 59. gr. bamalaga segir að dómari geti ákveðið að sáttatilraun í stofnun um fjölskylduráðgjöf komi í stað sáttaumleitana dómara að nokkru eða öllu. G. Málshöfðunarfrestir Samkvæmt 2. mgr. 52. gr. bamalaga skal höfða mál til vefengingar á faðemi bams innan eins árs frá því að sóknaraðili fékk vitneskju um atvik sem getur orðið tilefni til að vefengja faðemi en þó eigi síðar en innan fimm ára frá fæðingu bamsins. Ef eiginmaður eða sambúðarmaður móður er látinn, en málshöfð- unarfrestur þó ekki liðinn, getur sá sem gengur jafnhliða eða næst baminu að erfðum eftir hinn látna höfðað vefengingarmál innan sex mánaða frá því að hann fékk vitneskju um fæðingu bamsins og dauða eiginmannsins eða sambúðar- mannsins. Þessir tímafrestir gilda þó ekki þegar bamið höfðar mál. Þegar alveg sérstaklega stendur á getur dómsmálaráðuneytið heimilað að mál verði höfðað að liðnum ofangreindum frestum, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar, sbr. 4. gr. laga nr. 23/1995. Sömu reglur gilda um málshöfðunarfresti í málum til ógildingar á fað- ernisviðurkenningu, sbr. 3. mgr. 53. gr. barnalaga, sbr. 5. gr. laga nr. 23/1995. 3. GAGNAÖFLUN í FORSJÁRMÁLUM Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. bamalaga ákveður dómstóll eða dómsmálaráðu- neyti í úrlausnum sínum hjá hvom foreldri forsjá bams verði eftir því sem barni er fyrir bestu. Sönnunarfærsla í forsjármálum hlýtur því að snúast um það að sýna fram á hvaða lausn er best fyrir barnið. Við úrlausn á því koma mörg atriði til skoðunar svo sem hæfni foreldra, tengsl foreldra og bams svo og önnur atriði 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.