Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 39
ekkert sannast um ætlaða kynferðislega misnotkun sambýlismanns móðurinnar
á bami málsaðila. I dóminum kemur ennfremur fram, að þrátt fyrir ítarlegar
athuganir sérfræðinga, en tveir þeirra höfðu verið dómkvaddir til að rannsaka
aðilana og tengsl þeirra við bamið svo og að rannsaka tengsl og viðhorf bams-
ins til sambýlismanns móðurinnar og þriðji sérfræðingurinn hafði rannsakað
sambýlismanninn, tókst hvorki að sanna né afsanna hvort kæran á hendur
sambýlismanninum um kynferðislega misnotkun á baminu væri rétt eða röng.
Taldi dómurinn því að úrslit málsins gætu ekki oltið á því atriði. Ekki kom til
þess að meta þyrfti hvernig unnt væri að tryggja öryggi barnsins þar sem faðir-
inn fékk forsjá þess samkvæmt dóminum af öðrum ástæðum. Ef hins vegar rök
hefðu verið fyrir því að móðirin fengi forsjána er ekki víst að öryggi barnsins
hefði verið nægjanlega tryggt hjá henni a.m.k. ekki á meðan sambýlismaðurinn
bjó á heimili hennar. Á hinn bóginn má ætla að væm ásakanir rangar hefðu
vangaveltur um kynferðislega misnotkun verið óþarfar og jafnvel skaðlegar
hagsmunum bamsins. I því tifelli hefðu ofangreind sönnunarvandamál getað
bitnað illa á barninu. Dómstólar þurfa að sjálfsögðu að vera á varðbergi gegn
slíku. Það er hins vegar ekki við dómstólana að sakast, fremur en í öðrum mál-
um, þótt ekki takist að sanna tilteknar staðhæfingar. Ljóst er þó að máli skiptir
að dómarar og aðrir sem að þessum málum koma geri sér grein fyrir þessu
erfiða vandamáli og hve torvelt er að sjá við því.
4. LOKAORÐ
Ég vil í lokin leyfa mér að halda því fram að góð reynsla hafi nú fengist af
því að reka mál á sviði sifja- og barnaréttar fyrir dómstólum. Þó verður að hafa
í huga að enn eiga eftir að koma fram ýmis álitaefni sem ekki liggur nú fyrir
hvemig með verður farið.
Hér að framan hefur verið reynt að varpa ljósi á vandamál sem einkum koma
upp við úrlausnir mála þar sem deilt er um forsjá bama. Vandasamt getur verið
að standa vel og rétt að málsmeðferðinni, sérstaklega þeim úrlausnarefnum sem
lúta að gagnaöflun en af henni hefur dómarinn verulegan veg og vanda.
Reynsluleysi dómara þarf nánari athugunar við. Sérstaklega er brýnt að skoða
hvemig unnt verði að tryggja að dómarar fái menntun og þjálfun á þessu sviði.
I meðferð forsjármála getur skipt verulegu máli að dómarar geti deilt reynslu
með öðrum sem fjalla um slík mál, bæði öðrum dómumm og sérfræðingum sem
í þessum málum vinna.
Þá er rétt að benda á að reynsluleysi dómara er aðeins einn af mörgum þáttum
sem hér er við að glíma. Vandamálin sem upp kunna að koma við meðferð for-
sjármála geta verið af öðrum toga. Þau má stundum rekja til þess hve málin em
vandasöm, aðgangur að sérfræðingum getur verið takmarkaður eða a.m.k.
erfiður þar sem færustu sérfræðingamir em oft of uppteknir af öðmm verkum
og loks að athuganir í málum em tímafrekar og tafir á málum geta bitnað á
börnunum. Verður að líta svo á að dómstólar eigi ekki auðvelt með að sjá við
þessum vandamálum.
281