Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 45
vegar til þess að komast til botns í því hvert hlutverk þeirra er þegar þeir hafa verið kvaddir til setu í dómsmáli. 6. VERKSVIÐ SÉRFRÆÐINGA í DÓMSMÁLUM Eðlilegt virðist að skipta þeim álitaefnum sem falla eða geta fallið undir verk- svið sérfræðinga í dómsmálum í þrjá flokka: 1. Skoðunargerðir. Þær fela einkum í sér lýsingu á þeim hlutum eða atburðum sent dómsmálið fjallar um. 2. Matsgerðir. Þær fela í sér ýmsar almennar sérfræðilegar upplýsingar og tæknilegt eða sérfræðilegt mat. 3. Beitinu réttarreglna á þær málsástæður (sérfræðilegu lýsingar, upplýsingar og ályktanir) sem fyrir liggja í málinu. Dæmi: A kaupir hús sem reynist lekt og hann telur því gallað. Lýsing mats- manna eða annarra sérfræðinga á sprungum í veggjum telst skoðunargerð (liður 1) en umsögn um það hvers vegna sprungumar mynduðust felur í sér matsgerð (liður 2). Slík umsögn felur oft einnig í sér almennar sérfræðilegar upplýsingar eins og td. hvaða eiginleikar teljist þekktir í steypu frá tilteknu tímabili (liður 2) . Loks telst það beiting réttarreglna að segja til um það hvort bygging hússins og þar á meðal sú steypa sem notuð var hafi staðist þær fagkröfur sem gerðar voru á þeim tíma sem húsið var reist (liður 3). Annað dæmi: í örorkumötum telst það skoðun að telja upp og lýsa því líkams- tjóni sem viðkomandi hefur orðið fyrir í tilteknum bifreiðaárekstri (liður 1). Það er mat að segja fyrir um það hve mikilli læknisfræðilegri örorku tiltekið líkams- tjón veldur. Þetta á oft einnig við um hina svokölluðu fjárhagslegu örorku að því leyti sem hún styðst við eða verður að styðjast við læknisfræðilegar for- sendur (liður 2). Það er beiting réttarreglna að segja til um það á grundvelli lagareglna hvort greiða eigi bætur út af tilteknu líkamstjóni og hve miklar (liður 3) . Þriðja dæmi: í refsimáli gegn stjórnarmönnum fyrirtækis vegna meintra ólög- mætra ráðstafana þeirra á fjármunum fyrirtækisins skömmu fyrir gjaldþrot fell- ur lýsing sérfræðinga á bókhaldi fyrirtækisins undir skoðun (liður 1). Matsgerð er hins vegar ályktun þeirra um hagkvæmni einstakra ráðstafana miðað við fjár- hag fyrirtækisins á tilteknum tíma (liður 2) en beiting réttarreglna felur hins vegar í sér að segja fyrir um hvort tilteknar ráðstafanir hafí verið óforsvaran- legar og refsiverðar (liður 3). Tekið skal sérstaklega fram að fyrrgreind greining er aðeins sett fram til leið- beiningar. í sumum tilvikum er greining af þessu tagi ekki skýr auk þess sem mörg ólík skoðunar- og matsatriði geta komið fyrir og verið samofin í einni og sömu matsgerð eða sömu niðurstöðu innan hennar. Ber að hafa þetta í huga. Engu að síður er ljóst að í öllum framangreindum tilvikum verður dómur að 287

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.