Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 47
Sem dæmi um þetta má nefna mann á miðjum aldri með sliteinkenni í baki sem hann telur stafa af afleiðingum nýlegs slyss. Algengt er að sérfræðiskýrslan hafi að geyma ályktun um það hvort högg á bak hafi orðið í slysinu og hvort líkams- tjónið megi rekja til slyssins. En séu atvik slyssins óglögg að því er varðar högg á bak getur allt eins verið að skýringanna sé að leita annars staðar, td. til þess að maðurinn hafi verið veill í baki fyrir slysið. Alyktun um sönnunaratriði er dómur fær um að endurmeta hvort sem hann er skipaður sérfróðum meðdóms- mönnum eða ekki. Sérfræðimat getur engu að síður haft gildi að því leyti að þar má fínna svar við þeirri spurningu hvort líkamstjón af þessu tagi geti yfirleitt orsakast við til- tekið högg í slysi. 8. BEITING LAGA Þegar túlka þarf lög eða beita þeim á tilteknar sérfræðilegar staðreyndir er þörfin brýnust á því að dómur hafi á að skipa sérfræðiþekkingu. Óumdeilt er, svo sem áður er komið fram, að dómur ákveður hvað séu lög og beitir þeim í tilteknu máli. Hann er alveg óbundinn af skoðunum aðila í því efni eða hvort þeir hafi borið tiltekna réttarreglu fyrir sig eða ekki. Það getur því auðveldlega komið fyrir að dómur byggi á réttarreglu sem aðilum datt aldrei í hug að gera. Meginreglurnar um jafnræði aðila og málsforræði þeirra eiga ekki við um túlkun og beitingu laga. Að öðru leyti er rétt að ræða þörf fyrir sérfróða með- dómsmenn vegna túlkunar laga og beitingu þeirra í tveimur mismunandi til- vikum: 1. Sönnunaratriði. Óumdeilt er að dómari getur hafnað því að leggja matsgerð til grundvallar ef hún er byggð á röngum forsendum eða ef hún er órökstudd. Sama gildir ef aðrar matsgerðir eða sérfræðiskýrslur eru fyrir hendi í málinu sem hann telur að hafi meira sönnunargildi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að dómstóll er betur í stakk búinn til þess að kveða á um sönnunargildi sérfræðiskýrslna ef hann hefur sjálfur sérfræðiþekkingu á að skipa. 2. Túlkun lagareglu og önnur beiting hennar. Álitaefni er hvort til þess getur komið að sérfræðiþekkingar sé þörf til að komast að raun um hvert sé efni laga- reglu. Svarið við því er jákvætt. Lagareglur eru oftlega þannig að í þeim felst tiltekið mat eða að þær vísa í tilteknar venjur6 eða vísireglur sem breytast frá einum tíma til annars. Þetta á td. oft við þegar fella á tiltekna efnislýsingu undir hugtök eins og „gáleysi“, „góð endurskoðunarvenja", „venja í verslunarvið- skiptum“ en mun fleiri dæmi mætti nefna til sögunnar. 6 Venjur (réttarvenjur) eru réttarheimildir í íslenskum rétti. Dómari getur beitt þeim eins og öðrum réttarheimildum. Annað mál er það að ráðlegt getur verið fyrir aðila að leiða tilvist venju í ljós og efni hennar, einkum ef um er að ræða svonefnda viðskiptavenju eða ef venja er staðbundin, sjá 2. mgr. 44. gr. eml. 289

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.