Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 48
Þegar svo er ástatt verður dómur sjálfur að framkvæma „mat“ á því hvað falli
utan reglunnar og hvað innan. Ef hið matskennda hugtak, vísireglan eða venjan,
sem notast er við er á sérfræðisviði er augljóst að dómur er betur í stakk búinn
til að takast á við efni reglunnar ef hann er skipaður þeirri sérfræðiþekkingu
sem á reynir heldur en ef hann væri það ekki. Dæmi: Við uppskurð á spítala er
því haldið fram að lækni hafi orðið á mistök í læknisverkum sínum vegna gá-
leysis. Réttarreglan um gáleysi skírskotar til hátternis „venjulegs“ skurðlæknis
í sambærilegri stöðu. Erfitt er fyrir dómstól að meta þetta atriði nema hann hafi
sérfræðiþekkingu á að skipa.
Hér verður samkvæmt framansögðu sett fram sú skoðun að við alla beitingu
réttarreglna, sem fela í sér sérfræðilegt mat eða þar sem sönnunargildi sér-
fræðiskýrslna er ákveðið, séu líkur fyrir því að auðveldara sé að ná fram „rétt-
um“ dómi þegar dómurinn sjálfur hefur á að skipa sérfræðiþekkingu heldur en
ef svo væri ekki. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að öll upplýsingamiðlun er bein
innan dómsins en óbein ef sérfræðingar gefa skýrslu utan dóms. Þessi niður-
staða hlýtur að vega þungt því að meginmarkmiðið í sérhverju deilumáli er að
rétt úrlausn fáist.
9. HVENÆR BER AÐ TILNEFNA SÉRFRÓÐA MEÐDÓMSMENN
Hafa verður í huga að dómari þarf að jafnaði að taka ákvörðun um það hvort
hann ætli að tilnefna sérfróða meðdómsmenn áður en aðalflutningur hefst í
máli. A því stigi er oft ekki víst að hvaða marki geti reynt á sérfræðiþekkingu
þeirra. Jafnframt verður að hafa í huga nauðsyn samræmdrar beitingar þess
úrræðis að tilnefna sérfróða meðdómsmenn þar eð mismunandi beiting getur
leitt til mismunandi dómsúrlausna í sambærilegum málum. Eðlilegt er því að
ákveðnar séu viðmiðunarreglur fyrir dómara til að styðjast við í þessu efni.
Ljóst er af því sem rakið hefur verið í kafla 7 að dómari skal að jafnaði ekki
tilnefna sérfróða meðdómsmenn til að semja skoðunargerð eða gera matsgerð í
máli. Hins vegar er honum rétt að tilnefna sérfróða meðdómsmenn ef hann telur
að kunnátta þeirra hafi þýðingu fyrir málsúrslit vegna lagareglu sem túlka þarf
eða beita, td. til að ákveða sönnunargildi sérfræðiálits.
Hafa ber hér í huga að oft er álitaefni í sjálfu sér hvort dómari hafi ekki nægi-
lega þekkingu sjálfur til að beita lagareglu eða ákveða sönnunargildi þegar um
svonefnd sérfræðisvið er að ræða. Við mat á þessu virðist skipta máli hversu
traust gögn dómari telji að liggi fyrir í málinu um efni þeirrar réttarreglu sem
um er deilt og einnig hvort hún skipti meginmáli við úrlausn dómsmálsins eða
hvort hún sé frekar til hliðar við kjama þess.
Héraðsdómari hefur víðtækt mat um það hvort þörf sé á sérkunnáttu í dómi
og er æðri réttur sjaldnast í aðstöðu til að hnekkja því mati. Þegar héraðsdómari
tekur ákvörðun sína verður hann einkum að meta hvort sérkunnáttu sé þörf til
að túlka eða beita lögum, þám. til að ákveða hvað teljist sannað í málinu. Þar
sem ganga má út frá því að dómur stefni jafnan að því að dæma „réttan“ dóm í
máli virðist ekki óeðlilegt að sérfróðir meðdómsmenn séu fremur tilnefndir
290