Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 50
Sigurður Líndal er prófessor í lögum
við Háskóla íslands
HLUTUR DÓMSTÓLA í ÞRÓUN RÉTTARINS
Erindiflutt á hátíðarfundi vegna 75 ára afmœlis
Hæstaréttar íslands ló.febrúar 1995.
Forseti Islands, forseti Hæstaréttar og aðrir dómendur, ágæta samkoma.
í stjórnarskrá íslands frá 17. júní 1944 er gert ráð fyrir að ríkisvaldinu sé skipt
í þrennt: löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Fá ákvæði eru þar um
dómsvaldið. Þó segir að skipun þess skuli ákveðin með lögum, því skuli tryggt
tiltekið sjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu og dómendur skuli í embættis-
verkum sínum einungis fara eftir lögunum.
Sú hugmynd að skipta ríkisvaldi milli ólíkra handhafa á sér fornar rætur, en
þrískipting sú sem nú er víðast viðhöfð er jafnan eignuð franska stjómspek-
ingnum Montesquieu og einnig er enski stjórnspekingurinn John Locke nefndur
til þeirrar sögu. Montesquieu ætlaði dómstólunum ekki rúmar valdheimildir né
heldur mikinn hlut í réttarþróuninni. Þar var hann háður ríkjandi hugmyndum
samtíðar sinnar um sett lög sem nánast einu viðurkenndu réttarheimildina. En
þannig hafði ekki alltaf verið litið á og að baki lá löng þróun.1
FRÁ SÁTTMÁLA TIL VALDBOÐS
Framan af miðöldum mótaðist regluverk þjóðfélagsins af úrlausnum lögvísra
manna sem sérstaklega vom til kvaddir að leysa úr deilumálum sem iðulega
voru lögð fyrir þá sem fyrirspurn um hvaða regla ætti að gilda. Úrskurður þeirra
1 Montcsquicu: De l'Esprít des lois VI,3; XI,6. Hér er stuðzt við eftirtaldar útgáfur:
Montesquieu: De iEsprit des lois. Tome I-II. Éditions Garnier Fréres. Paris. The Spirit ofthe
Laws by Baron de Montesquieu I-II. Translated by Thomas Nugent. With an Introduction by
Franz Neumann. Hafner Press. New York. The Hafner Library of Classics [Number Nine].
292