Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 51
var reistur á almennri réttarvitund og fornri lagahefð. Þar sem hún veitti ekki viðhlítandi svör og gera þurfti nýja skipan var málum ráðið til lykta með vitund og vilja þeirra sem lögum stýrðu, upphaflega þannig að menn bundust sáttmála um hvaða regla ætti að gilda og réð þá einróma samþykki eða því sem næst, ellegar menn beygðu sig undir valdboð. Sá háttur að valdbjóða varð sífellt tíðari eftir því sem konungsvald tók að vaxa að ráði á 13. öld, unz einveldi var komið á víðast í Evrópu um miðja 17. öld. Lögin höfðu þá verið leyst undan aðhaldi hefðarinnar og í staðinn kom reglukerfi tengt áhrifamætti og valdi. Kirkjan leitaðist við að tempra og milda þetta vald með náttúruréttinn eða eðlisréttinn að vopni og varð nokkuð ágengt, enda hafði hún alla forystu í mennta- og menningarstarfi Evrópu á þeim tíma.2 Um miðja 17. öld var svo komið að kirkjan hafði glatað þessu forystuhlut- verki sem hún hafði þá gegnt í menntum Evrópu um 1000 ára skeið og verald- legar forsendur urðu ráðandi. Ný hugarstefna ruddi sér til rúms, kennd við upplýsingu. Með henni skyldi lagður grundvöllur að nýrri menningu með skyn- semi mannsins að leiðarljósi. Hún átti að leysa menn úr fjötrum fortíðar og í anda hennar skyldi málum þjóðfélagsins skipað þannig að velferð og hamingja þegnanna væri tryggð.3 Eðlisrétturinn eða náttúrurétturinn sem átti sér rætur allt til forngrikkja, en kirkjan hafði mótað og lagað að forsendum kristinnar trúar var afhelgaður og í þess stað reistur á grundvelli skynseminnar. UPPLÝST EINVELDI Einvaldskonungar 17. og 18. aldar töldu sig ekki vera harðstjóra, heldur fulltrúa guðs og stjórna samkvæmt vilja hans og bera ábyrgð gagnvart honum. Þessi hugmynd birtist skýrt í konungalögunum dönsku frá 1665. En þegar andi upplýsingarinnar hafði náð tökum og þjóðfélagið afhelgazt í flestum greinum litu einvaldarnir á sig sem þjóna lýðsins sem bæru þá skyldu að stuðla að velferð hans - eða nánar tiltekið almannaheill. Þetta var hið upplýsta einveldi.4 í upphafi hafði upplýsingin takmörkuð áhrif á lögfræði, löggjöf og dóma- framkvæmd. Menn voru rígbundnir við foma texta rómversks réttar, einkum á meginlandi Evrópu þar sem hann hafði öðlazt gildi í flestum ríkjum um 1500, en þetta breyttist þegar kom fram á 18. öld. Þá urðu réttarbætur í anda upplýs- ingarinnar og hins endurborna eðlisréttar eitt helzta viðfangsefni einvaldsins. Og þær náðu til allra sviða löggjafarinnar, stjórnskipunar, stjórnsýslu, réttarfars, 2 Þessi þróun er meðal annars rakin í Sögu íslands III. Hið íslenzka bókmenntafélag- Sögufélagið. Rv. 1978, bls. 1 og áfr. 3 Hermann Conrad: Deutsche Rechtsgeschichte II. Verlag C.F. Muller. Karlsruhe 1966, bls. 375 og áfr. 4 Conrad: Deutsche Rechtsgeschichte II, bls. 324-25. 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.