Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Síða 54
SAMLEIKUR LÖGGJAFARVALDS OG DÓMSVALDS Samkvæmt hefðbundnum hugmyndum er lagasetning allajafna langtíma- markmið. Lög í réttarríki eiga að vera stöðug, ekki sífelldum breytingum háð, þau eiga að vera réttlát, aðgengileg, skynsamleg og þénanleg eða þannig að þau séu framkvæmanleg. Þetta eru í raun sömu kröfur og upplýsingarmenn gerðu til laganna og ýmsir siðspekingar miðalda - birtist meðal annars í formála Józku laga frá 1241.8 Þessum áskilnaði virðist nú vera æ örðugra að fullnægja. Ber margt til og má meðal annars nefna þetta: Tíðar breytingar á flestum sviðum mannlífsins hafa valdið því að gömul gildi hafa raskazt og nýjar hugmyndir rutt sér til rúms. Breytingar á þjóðfélaginu hafa orðið svo örar að löggjafinn hefur ekki valdið því að haga löggjöf þannig að hún aðlagist nýjum aðstæðum. Ríkisvaldið hefur undangengna áratugi jafnt og þétt seilzt til fleiri sviða mannlífsins, þar á meðal þátta sem vandi er að ná tökum á með skilmerkilega orðuðum ákvæðum og reglum sem unnt er að framfylgja. Leitazt hefur verið við að taka á siðferðilegum vanda með lagareglum. Þetta er til marks um af- helgað þjóðfélag í siðferðilegri kreppu. Stjórnmálamönnum á öld lýðskrums og vaxandi umsvifa þrýstihópa er nauð- ugur einn kostur að sýna skjótan og augljósan árangur iðju sinnar. Lagasetning er oftast langtímaviðfangsefni og ekki alltaf auðvelt að sýna áþreifanlegan árangur góðrar löggjafar. Stjórnmál snúast því meira um skammtímalausnir á vettvangi stjórnarframkvæmdar sem oft eru færðar í búning laga en eiginlega lagasetningu til lengri tíma. Við þessu hefur löggjafinn brugðizt með tvennum hætti: Annars vegar með almennt orðuðum ákvæðum sem minna oft meira á stefnu- yfirlýsingar og frómar óskir en eiginleg fyrirmæli og hins vegar vísireglum þar sem skírskotað er til teygjanlegra og matskenndra hugtaka og orða. Afleiðingin hefur orðið sú að löggjafinn hefur varpað endanlegum ákvörðunum um skipan mála í þjóðfélaginu í vaxandi mæli yfir á herðar dómsvaldsins. Þannig hefur dómsvaldið nálgazt lagasetningarvaldið hægt og sígandi og orðið stöðugt virk- ara sem valdhafi í þjóðfélaginu. VALDHEIMILDIR DÓMSTÓLA Þetta eru tæplega ný sannindi og blasa raunar við. Hitt virðist óljósara hvaðan dómstólunum komi vald til að setja þjóðfélaginu reglur. Löggjafinn hefur að minnsta kosti formlega umboð kjósenda og handhafar framkvæmdavalds sækja umboð sitt óbeint þangað. En dómsvaldið nýtur sjálfstæðis og það vekur spum- 8 Erik Kroman (þýð.): Danmarks gamle love paa nutidsdansk ved Erik Kroman under med- virken af Stig Iuul. Andet bind. G.E.C. Gads Forlag. Kpbenhavn 1945, bls. 135-36. 296

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.