Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 55
ingar um hvaðan því komi heimildir til að skipa málum með þessum hætti. Eftir þvf sem umsvif þess verða meiri verður þessi spurning áleitnari. Eins og fyrr segir eru ákvæði í stjómarskrá lýðveldisins um dómsvaldið, þar á meðal Hæstarétt, heldur fáskrúðug. Þar segir þó þetta í 61. gr.: Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Hér er átt við lög í víðtækustu merkingu orðsins - allar reglur sem sækja má til viðurkenndra réttarheimilda. Margt bendir til þess að í upphafi hafi einungis, eða a.m.k. aðallega, sett lög og venja verið höfð í huga. En í þjóðfélagsumbrotum þessarar aldar hefur það gerzt að dómarar skírskota oftar en áður til annarra rétt- arheimilda, þannig að sífellt fleiri hafa náð almennri viðurkenningu. Flestar þeirra einkennast af því að vera lítt afmarkaðar og veita dómstólum svigrúm til að móta reglur. Á þetta við fordæmi, en þó enn frekar eðli máls, meginreglur laga, grunn- reglur, undirstöðureglur, almenn lagarök ellegar það sem á norðurlandamálum er kallað „reelle hensyn“ eða eitthvað áþekkt. Kenningar fræðimanna hafa sums staðar jafnvel náð viðurkenningu sem réttarheimildir, þótt Hæstiréttur íslands hafi enn sem komið er ekki skírskotað til þeirra berum orðum. En hvernig sem réttarheimildum annars er háttað - og hversu lítið eða mikið svigrúm þær kunna að veita dómstólum - er ljóst að dómstólar setja viðbótar- reglu af einhverju tagi í flestum málum sem þeir dæma, stundum með túlkun, en í annan tíma með viðauka - mörkin þar á milli eru raunar óljós. Og þróunin hefur gengið í þá átt að réttarheimildimar hafa aukið svigrúm dómstóla og rýmkað lagahugtakið að miklum mun. Enn er þó ósvarað þeirri spumingu sem áður hefur verið varpað fram: Hvaðan kemur dómstólunum vald til að setja þegnum þjóðfélagsins reglur? Eins og áður greinir var ekki gert ráð fyrir því á tímabili hins upplýsta ein- veldis að dómstólar hefðu slíkt vald. Það var í höndum einvaldsins og fluttist síðan til landslýðsins annað hvort þannig að hann fór með það beint eða fól það fulltrúum sínum. Lengi hefur eimt eftir af þessari skoðun og gerir raunar enn. Þótt nú sé almennt viðurkennt að dómstólar setji þjóðfélaginu reglur virðist því ekki hafa verið gefinn mikill gaumur hvert dómstólarnir sæki þetta vald - eða hvernig valdheimildir þeirra skuli löghelgaðar.9 9 Valdheimildir dómara hafa verið taldar réttlætast og helgazt af sjálfu eðli dómarastarfsins. Dómarar geti ekki vikizt undan að fella úrskurð eða dóm í málum sem fyrir þá eru lögð, hvemig sem lögum sé annars háttað; af því leiði að þeir verði að móta reglur. í þýzkum fræðiritum er vitnað til 20. gr. 3. mgr. stjómarskrár sambandslýðveldisins, þar sem segir að dómari sé ekki einvörðungu bundinn af lögum, heldur einnig rétti - „Gesetz und Recht“. f Code civil, 4. gr., er ákvæði þess efnis að sá dómari verði sekur um að synja manni réttinda sem færist undan að dæma sakir þess að lög skorti eða þau gefi ekki skýrt svar. Kallast þetta „déni de justice" og á sér fornar rætur sem ekki er ástæða til að rekja hér, sbr. t.d. Jacob W.F. Sundberg: /): Eddan t. Ekelöf. Repertorium om Ráttskallor i Norden. Juristförlaget. Institutet för offentlig och intemationell ratt. Stockholm 1978, bls. 32 o. áfr. 146-48. Mayer-Maly: Rechtswissenschaft, bls. 38; sjá einnig: Torsten Stein: „Richterrecht wie anderswo auch?“ - 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.