Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 56
Ljóst er að svör við þessu fást ekki ef hið þrönga lagahugtak einveldis- og upplýsingaraldar er lagt til grundvallar í fjölveldisþjóðfélagi nútímans, enda skilja menn hugtakið lög nú miklu rýmri skilningi eins og fyrr er lýst. í reynd nálgast það óðum lagahugtak miðalda og er það engin tilviljun þar sem þjóð- félagsaðstæður eru nú að ýmsu leyti að verða áþekkar. Þá fól orðið í sér al- menna réttarvitund og forna lagahefð; síðan settar reglur - oftast atviksbundnar - sem urðu ríkari þáttur í löggjöfinni með skráningu laga eftir að ritlist hófst. Þessar reglur voru smám saman afmarkaðar með úrskurðum lögvísra manna þjóðfélagsins í deilum sem fyrir þá voru lagðar, stundum sem fyrirspumir um það hvaða regla ætti að gilda. Minnir þetta á forúrskurði Evrópudómstólsins. DÓMSVALDIÐ RÉTTIR LÖGIN - LÖGGJAFARVALDIÐ GERIR NÝMÆLI Þessar hugmyndir birtast með einkar skýrum hætti í stjórnskipan íslenzka þjóðveldisins. Þegar landnámsmenn höfðu sezt hér að og komið sér fyrir stóðu þeir frammi fyrir því verkefni að móta þjóðfélag frá grunni í nýju landi. Meðal þess mikilvægasta var að greina sem gleggst eðli löggjafar og lagasetningar. í Grágás er skarplega skilið á milli þess að rétta lög og gera nýmæli. Hið fyrr- nefnda fólst í því að móta reglu af ákveðnu tilefni með virðingu fyrir viður- kenndum hagsmunum, hefðbundnum réttindum og rótgrónum hugsunarhætti sem birtist í réttarvitund fólksins. Með nýmælum var málum hins vegar ráðið til lykta eftir því sem hentaði á hverjum tíma og samstaða náðist um. I ljósi þessara hugmynda er hlutverk dómsvaldsins nú á dögum að rétta lögin, en löggjafans að gera nýmæli. Valdheimildir dómstólanna felast þá í hefðinni sem líkja má við sáttmála kynslóðanna, mann fram af manni, en valdheimildir löggjafans í vilja kjósenda sem líkja má við innbyrðis sáttmála hverrar lifandi kynslóðar. Dómstólamir hafa þá undir forystu Hæstaréttar það hlutverk að rétta lögin, en Alþingi að gera nýmæli.10 Valdheimildir dómstólanna eru samkvæmt þessu studdar við hefðina - sátt- mála kynslóðanna sem reistur er á reynslurökum þeirra. Og þetta hefur öðlazt viðurkenningu með skírskotun til orða sem áður var vitnað til: eðli máls, megin- Der Gerichtshof der Europaischen Gemeinschaften als „Integrationsmotor“. Richterliche Rechtsfortbildung - Erscheinungsformen, Auftrag und Grenzen. Festschrift der Juristischen Fakultat zur 600-Jahr-Feier der Ruprechts-Karls- Universitat Heidelberg. Heidelberg 1986, bls. 626-27. Skírskotun til stöðu dómara ein saman nægir þó ekki, heldur verður að leita svara við því við hvaða heimild dómarai' geti stutt úrskurð sinn eða dóm þegar allar aðrar heimildir þrýtur. 10 Til nánari skýringar sjá eftirtaldar ritgerðir eftir Sigurð Líndal: „Lög og lagasetning í íslenzka þjóðveldinu". Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 158. árg. (1984), bls. 121-58. „Löggjafarvald og dómsvald í íslenzka þjóðveldinu". Skírnir 166. árg. (vor 1992), bls. 171-78. „Stjómskipulegt vald dómstólanna". Tímarit lögfrœðinga 43. árg. (1993), bls. 106-116. 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.