Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 59
Á VÍÐ OG DREIF NÝR HEIÐURSFÉLAGI LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Hér á eftir fer ávarp formanns Lögfrœðingafélags íslands Daggar Pálsdóttur þegarfrú Auður Auðuns var gerð að heiðursfélaga. Frú Auður Auðuns, góðir gestir. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa kaffisamsætis. Tilefni þess er öllum kunnugt, en það er að minnast þess að hinn 11. júní sl. voru sextíu ár liðin frá því að Auður Auðuns lauk kandidatsprófi í lögfræði, fyrst íslenskra kvenna. Af þessu tilefni og fyrir önnur brautryðjendastörf Auðar hefur stjórn Lögfræð- ingafélags íslands ákveðið að gera hana að heiðursfélaga Lögfræðingafélags Islands. Auður notfærði sér þau tækifæri sem konur fengu til náms, námsstyrkja og embætta fæðingarár hennar 1911. Auður lagði fyrir sig lögfræði og lauk embættisprófi í lögfræði árið 1935, þá 24 ára að aldri, fyrst íslenskra kvenna. Það þótti fáheyrður viðburður, enda þá nálega tvær aldir liðnar frá því að fyrsti Islendingurinn lauk lagaprófi. Hér er og fróðlegt að geta þess að það var þegar á árinu 1919 sem vestur-íslensk kona lauk lagaprófi frá Manitóba-háskólanum í Winnipeg, fyrst íslenskra kvenna vestanhafs. Meðal lögfræðinga af íslenskum uppruna á hinum Norðurlöndunum mun kona fyrst hafa lokið lagaprófi frá Hafnarháskóla árið 1957. Þessar upplýsingar koma fram í fjórða og síðasta bindi Lögfræðingatals sem væntanlegt er síðar á þessu ári. Lögfræðistörf Auðar hófust á ísafirði, fæðingarbæ hennar, með málflutningi. Hún varð fyrsti kvendómari á landinu er hún var kvödd til sem setudómari á Isafirði í máli einu þegar bæjarfógetinn þurfti að vrkja sæti. I Reykjavík var Auður lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar í tvo áratugi frá 1940-1960 og vann þar mikilvæg brautryðjendastörf á sviði lögfræðiaðstoðar við almenning. Mestum hluta starfsævi sinnar hefur Auður varið til stjómmálastarfa, bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1946-1970, í borgarráði 1952-1970, forseti borgarstjómar 1954-1959 og 1960-1970 og borgarstjóri um liðlega eins árs skeið 1959-1960. A Alþingi sat Auður sem varaþingmaður 1947 og 1949 en sem kjörinn alþingismaður Reykvrkinga 1959- 301

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.