Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 63
samfélagslegrar ábyrgðar lögmanna, um upplýsingaskyldu lögmanna gagnvart almenningi, um hlutverk lögmannafélaga og skyldu til að tryggja rétt borgar- anna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir hlutlausum og óháðum dómstólum, um- sagnarhlutverk vegna lagasetninga og efling umræðna um framkvæmd laga. Þá rakti formaðurinn reglur Sameinuðu þjóðanna um hlutverk lögmanna, meðal annars um rétt sakbominga til varnar, jafnan rétt til að gegna lögfræðistörfum, um vörslu réttinda skjólstæðinga lögmanna og eflingu réttlætis, um tjáningar- frelsi lögmanna, réttinn til að stofna og ganga í lögmannafélög o.fl. Formað- urinn rakti einnig starfsemi Mannréttindaskrifstofu Islands og aðildarsambanda hennar en samþykki til aðildar félagsins að skrifstofunni var aflað á aðalfundi þann 18. mars 1994. Þessu næst vék formaðurinn að lögmannavaktinni og sagði að stofnun hennar hefði vakið mikla athygli á sínum tíma. Morgunblaðið hefði meðal annars helg- að leiðara starfseminni, þar sem sagt var að opinber réttaraðstoð væri ein af for- sendum þess, að allir borgarar væru í raun jafnir fyrir lögunum. Formaðurinn lagði áherslu á þá skyldu lögmanna að tjá sig um mannréttindi. Formaðurinn taldi félagið nú standa á krossgötum vegna endurskoðunar á lögum um málflytjendur. Helstu atriði sem skoða þyrfti væru skylduaðildin, lögmannsréttindin sem slík, agavald yfir lögmönnum, fræðslumál, einkaréttur lögmanna til málflutnings fyrir dómstólum, o.fl. Um skylduaðildina sagði for- maðurinn að í Noregi væri ekki skylduaðild, þó svo að skylduaðild væri al- menna reglan í Evrópu. Formaðurinn gerði að umtalsefni stöðu lögmanna, sem starfa hjá fyrirtækjum og stofunum, og kvað þá njóta lítillar þjónustu af hálfu félagsins. Einnig gerði hann lögmannsréttindin að umtalsefni og sagði að auka þyrfti kröfur til nýrra lögmanna, með aukinni kennslu og kröfum um starfs- reynslu á lögmannsstofu. Formaðurinn upplýsti að dómsvald félagsins hefði nýlega verið afnumið með breytingum á málflytjendalögunum, þrátt fyrir mót- mæli stjórnar L.M.F.f. Um einkarétt lögmanna til málflutnings fyrir dóm- stólum sagði formaðurinn, að þar sem fleiri verkefni hefðu verið flutt frá dóm- stólum til framkvæmdavaldsins undanfarin ár, hefði einkaréttur lögmanna til málflutnings verið þrengdur. Hann taldi að einkarétturinn leiddi til vandaðri málflutnings og meiri líkum á réttri dómsniðurstöðu. Minnst var á félagsform lögmannastofa og sagt að það þyrfti að gæta þess að aðrir en lögmenn hirtu ekki tekjur þaðan og hefðu ekki völd í slíkum félögum. Einnig var minnst á ábyrgðartryggingar lögmanna og þörfina á því að setja reglur um takmörkun ábyrgðar þeirra. Varað var við samstarfí við aðrar stéttir, sem ekki búa við sömu reglur um trúnað gagnvart skjólstæðingum sínum. Nauðsynlegt væri að setja skýrari reglur um trúnað lögmanna gagnvart skjólstæðingum þeirra til að tryggja sjálfstæði lögmanna. í lok ræðu sinnar kvaðst formaðurinn vera á þeirri skoðun, að Lögmannafélag íslands gæti stuðlað að betra samfélagi með því að auka þekkingu almennings á réttindum hans og skyldum. Formaðurinn þakkaði samstarfsfólki sínu í félaginu fyrir samstarfið og sagði störf sín fyrir félagið hafa verið mjög þroskandi fyrir sig. 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.