Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 65
um þjóðfélagsmál, né heldur að gefnar séu út álitsgerðir, umsagnir eða ályktanir, þar sem pólitísk afstaða er tekin í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélagsmálum. Fyrir því ályktar fundurinn að hætta beri aðild félagsins að Mannréttindaskrifstofunni og stjórn félagsins gæti þess framvegis að ekki séu gefnar út pólitískar ályktanir í nafni þess. Tillagan var flutt í nafni framsögumanns sjálfs, Gests Jónssonar hrl., Guð- mundar Ingva Sigurðssonar hrl., Hákonar Amasonar hrl., Helga V. Jónssonar hrl., Jóhanns H. Níelssonar hrl., Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. og Sveins Snorrasonar hrl. Framsögumaður sagði að engin pólitísk tengsl væru á milli flytjenda tillögunnar, en þeir væru þó sammála um að félaginu bæri að halda utan við deilur um þjóðfélagsmál. Mörkin væm þó stundum óskýr. Þá teldu til- löguflytjendur einnig að félaginu bæri að halda utan við félög, sem láta þjóð- félagsmál til sín taka. Hann nefndi í þessu sambandi aðildarsamtök Mannrétt- indaskrifstofu íslands og taldi þau vera samtök, sem séu umdeilanleg þjóðfé- lagslega. I framhaldi af tillögu áttmenninganna flutti Jakob R. Möller hdl. breytingar- tillögu sína og Sigurmars K. Albertssonar hrl. við fyrrgreinda tillögu. Sam- kvæmt breytingartillögunni yrði orðalag ályktunarinnar svohljóðandi: Aðalfundur Lögmannafélags fslands, haldinn á Hótel Sögu föstudaginn 10. mars 1995, telur í ljósi eðlis og tilgangs samþykkta Lögmannafélagsins og ákvæða laga um málflytjendur, sem kveða á um skylduaðild lögmanna að félaginu, sé rétt að á vett- vangi þess verði tekin til athugunar og mótuð framtíðarstefna um aðild og þátttöku félagsins í starfsemi innlendra og erlendra félagssamtaka um þjóðfélagsmál, þar á meðal Mannréttindaskrifstofunni. - Þá beinir fundurinn því til stjómar Lögmanna- félagsins og nefnda þess að gæta þess að fara varlega í álitum, umsögnum og álykt- unum í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélagsmálum, sem túlka megi sem pólitískar ályktanir. Flutningsmaður taldi breitt bil vera á milli þjóðfélagslegra skoðana lög- manna. Félagið hefði engu að síður skyldur til að gefa álit um umdeild þjóð- félagsleg málefni. Mannréttindaáhugi lögmanna væri mikill en skiptar skoðanir væru um málefnið. Tilgangur breytingartillögunnar væri að koma í veg fyrir að félagið yrði sér til minnkunar með því að samþykkja upphaflegu tillöguna. Haraldur Blöndal hrl. gagnrýndi orðalag upphaflegu tillögunnar og taldi það vera stalínískt. Skrítið væri að banna pólitík og aðild að Mannréttindaskrifstofu íslands en leyfa aðild að Mannréttindastofnun Háskóla íslands. Hann taldi það vera keppikefli að frumvörp yrðu send stjóm eða laganefnd Lögmannafélagsins til umsagnar, það væri í þágu almennings, lögmanna og þingsins. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. taldi að félagið hefði verið í pólitískri baráttu gegn stjómarskrárffumvarpinu, einnig í gegnum Mannréttindaskrifstofuna. Nefndar vom í því sambandi ýmsar athugasemdir félagsins í umsögninni um stjórnarskrárfrumvarpið. Ræðumaður nefndi einnig í þessu sambandi að vegna skylduaðildar lögmanna að Lögmannafélagi Islands yrði félagið að vera ópóli- tískt en jafnframt viðurkenndi hann að markalínan væri oft vanddregin. Stund- um hefði verið stigið utan við eða á línuna en þó hefði það ekki gerst fyrr en 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.