Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 11
framkvæmdarvaldsins og að Alþingi sé lítið meira en afgreiðslustofnun fyrir frumvörp og aðrar tillögur ríkisstjómar. Við þetta vil ég gera tvær athuga- semdir: I fyrsta lagi er það vissulega rétt að meirihluti frumvarpa á Alþingi er frá ríkisstjórn. Jafnframt em flest þau fmmvörp sem Alþingi samþykkir sem lög lögð fram af ríkisstjóminni. Að mínu mati er hins vegar ekkert við það að athuga þó að frumkvæði í allri meiriháttar lagasetningu sé hjá framkvæmdar- valdinu. Það er einfaldlega varla hlutverk þingmanna að semja eða útfæra í smáatriðum flókna lagasetningu. Slíkt er hlutverk framkvæmdarvaldsins og til þess hefur það sitt starfslið og sína sérfræðinga. Fmmkvæði getur að sjálfsögðu komið frá þinginu í formi ályktana þar sem lagt er fyrir ríkisstjóm að undirbúa löggjöf um tiltekið efni. Öll meiriháttar stefnumótun er orðin það flókið mál að framkvæmdarvaldið með sínu umfangsmikla embættismannakerfi er í betri aðstöðu en þingið til að sinna slíku. Þingmenn eiga hins vegar að hafa aðstöðu til þess að leggja pólitískt mat á fmmvörp framkvæmdarvaldsins og það er þeirra að ákveða hvort þau skuli verða að lögum eða ekki. Löggjafarvald þingsins felst einmitt í því að hafa lokaorðin um málið. Það er því aukaatriði þegar rætt er um löggjafarvald þingsins hvort frum- kvæðið að lagasetningu kemur frá þingmönnum sjálfum eða hvort þingmenn taki þátt í tæknilegum undirbúningi og samningi frumvarpa eða ekki. Aðalatriðið er að þingið hefur valdið til að ákvarða hvað skuli vera lög og hvað ekki og það þarf að tryggja því aðstöðu til að rækja það hlutverk. Síðari athugasemd mín tengist þeirri fyrri því hún varðar staðhæfinguna um Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn. Þegar meðferð stjómarmála á Alþingi er athuguð má sjá að þessi staðhæfing er röng. Almennt getum við sagt að stjómarmál fái vandlega umfjöllun í nefndum þingsins og meiri hluti stjómarfmmvarpa tekur einhverjum breytingum. Þó að flestar þessar breytingar séu minni háttar þá eru líka dæmi þess að þingnefndir breyti stjómarfrum- vörpum verulega. Vissulega fær ríkisstjórn í gegn þau mál sem varða grundvallarstefnu hennar, t.d. varðandi efnahags- og atvinnumál. I slíkum mál- um gerir Alþingi yfirleitt litlar breytingar. I fjölda annarra mála hefur þingið hins vegar verulegt svigrúm til breytinga jafnvel þó að um meiriháttar stjórnarframvarp sé að ræða. Oft er þá um að ræða mál sem þingmenn eru sammála að setja þurfi löggjöf um (t.d. bamalög, tölvulög og lög um umhverfismat). Slík mál hafa tekið verulegum breytingum í meðferð Alþingis. Um þessi mál er hins vegar mun minna fjallað í fjölmiðlum meðan pólitísku átakamálin eru í sviðsljósinu. Þessi atriði era dregin fram til að undirstrika að þó að hin pólitísku tengsl Alþingis og framkvæmdarvalds takmarki pólitískt svigrúm þingsins er fjarri raunveruleikanum að lýsa Alþingi þar með sem handbendi eða afgreiðslu- stofnun fyrir framkvæmdarvaldið. Einnig má nefna að á síðustu ámm hefur ýmislegt verið gert til að styrkja stöðu þingsins. I því sambandi vil ég einkum minnast á fjögur atriði. Þrjú 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.