Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 13
Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru 1991 á stjómarskránni verður landið aldrei þingmannslaust. “Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags” segir nú í stjórnarskránni. Afram verður þó hægt að rjúfa þing, þ.e. stytta kjörtímabilið og efna til kosninga en þingmenn munu halda umboði sínu fram að kjördegi. Ljóst er að algjörlega ný mynd blasir við ríkisstjórn sem komin er í minni- hluta og hyggst beita þingrofi meðan þing situr. Þar sem þingmenn halda umboði sínu til kjördags getur ríkisstjómin ekki sent þá heim gegn vilja þeirra og hún getur ekki skotið sér undan vantrausti eða áfrýjað málum til þjóðarinnar eins og áður var mögulegt þar sem það er nú á valdi meirihluta þingsins að ákveða hvort tillaga um þingfrestun nær fram að ganga. Meirihlutinn gæti því haldið áfram að setja lög og gert ríkisstjóminni ýmsa skráveifu fram að kjör- degi. Ríkisstjórn væri í reynd gert ómögulegt að starfa á þeim dögum sem líða fram að kosningum. Ríkisstjórn sem komin væri í minnihluta lfkt og 1931 og 1974 yrði því í mjög erfiðri aðstöðu til að rjúfa þing í óþökk meirihluta þings. Niðurstaða mín er því sú að ríkisstjórn sem komin er í minnihluta muni því eiga erfiðara með en áður að beita þingrofsvaldinu. Væntanlega munu því ríkisstjómir síður nota þennan rétt og frekar segja af sér ef þær em komnar í minnihluta og þá muni stjórnarandstaða mynda ríkisstjóm. Þingrofí verður því væntanlega ekki beitt í framtíðinni meðan þing situr nema með sam- komulagi stjórnar og stjórnarandstöðu. Málið getur horft öðru vísi við ef þing situr ekki, samanber umræðu í ágúst 1994 um að rjúfa þing og efna til kosninga. Forsætisráðherra var þá undir þrýstingi að rjúfa þing og efna til kosninga þar sem flokkur hans var talinn standa vel að vígi til kosninga á þeim tíma. Forsætisráðherra hefði getað rofið þing þótt samstarfsflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, hefði ekki verið sammála þeirri ákvörðun. Þótt staðan sé þama nokkuð önnur þegar þing situr ekki er samt ljóst að veruleg breyting hefur orðið á þeim möguleika sem ríkisstjórn hefur til að beita þingrofsvaldinu í óþökk meirihluta þings. 3. Þriðja atriðið varðar bráðabirgðalagavaldið Þegar stjórnarskránni var breytt 1991 vom ekki gerðar grundvallarbreytingar á sjálfu ákvæðinu um útgáfu bráðabirgðalaga. Það var að vísu rætt um að fella brott sjálft bráðabirgðalagaákvæðið en ekki náðist samkomulag um að stíga slíkt skref. Engu að síður fólu þær breytingar sem gerðar vom á stjórnarskránni 1991 í sér þáttaskil varðandi grandvöll bráðabirgðalagaútgáfu og þýða í reynd að bráðabirgðalagaákvæðið hefur minna gildi en áður. Það sem hér skiptir máli er að þingið stendur nú allt árið og því erfíðara að réttlæta beitingu 28. gr. Það er í reynd hægur vandi að kalla þing saman með stuttum fyrirvara og ekki þarf að eyða tíma í formsatriði eins og þingsetningu, kjör embættismanna og nefnda. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.