Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 23
Ekki verður séð, að reynt hafi á réttarstöðuna að þessu leyti hér á landi, en þau rök, sem færð hafa verið fyrir því, að kröfuhafi geti við ákveðnar aðstæður öðlast beinan rétt á hendur ábyrgðarmanni á grundvelli loforðs til aðalskuldara, virðast sannfærandi. Ef það er lagt til grundvallar verður að telja, að kröfuhafi öðlist beinan rétt á hendur ábyrgðarmanni samkvæmt fyrirvaralausri ábyrgðar- yfirlýsingu vegna öflunar láns, þótt yfirlýsingunni hafi verið komið til kröfu- hafa af aðalskuldara án vitundar eða vilja ábyrgðarmanns til að skuldbinda sig gagnvart viðkomandi kröfuhafa. 4.1.2 Form kröfuábyrgðar Kröfuábyrgð er ekki formbundinn löggemingur og getur því hvort heldur sem er verið skrifleg eða munnleg.10 Er nægjanlegt að fyrir liggi viljayfirlýsing ábyrgðarmanns, með hverjum þeim hætti, sem slíkt er kleift.* I 11 Athafnaleysi eða þegjandi samþykki gæti við ákveðnar aðstæður verið nægjanlegt.12 Venjulega veldur ekki vafa hvort ábyrgðarmaður hefur tekið á sig kröfu- ábyrgð, enda liggur hún alla jafnan fyrir ótvíræð í skriflegu formi og er algengt að notast sé við stöðluð form, einkum meðal banka og annarra lánastofnana.13 Að öðmm kosti getur verið erfitt að sanna tilvist ábyrgðar og hvers efnis hún 10 í H 1994 1411 var því haldið fram, að skuldabréf hefði aldrei orðið gilt viðskiptabréf, hvorki að efni né formi, þar sem engir vottar voru á þvf, þótt svo væri mælt fyrir í bréfinu sjálfu. Sjálfskuldarábyrgðarmaður hafði viðurkennt undirritun sína á bréfið og var því ekki talið koma að sök, þótt undirskrift hans væri ekki vottfest. I erlendri réttarframkvæmd þekkist að gerðar séu formkröfur til ábyrgðar. Samkvæmt 766. gr. þýsku borgaralögbókarinnar (BGB) er það gildisskilyrði ábyrgðar, að hún sé skrifleg. Þá gilda enn frekari kröfur samkvæmt 493. gr. svissnesku kröfuréttarlögbókarinnar (OR), en í því landi gildir sú regla, að skrá verður opinberlega ábyrgðir einstaklinga að ákveðinni fjárhæð. 11 Henry Ussing, Kaution, bis. 20; Hans Verner Höjrup. Kaution, bls. 17. 12 Sem dæmi úr þýskri réttarframkvæmd nefnir Carsten Smith, að stúdent fari í banka í fylgd með velmeinandi frænda og óski eftir láni með ábyrgð hans. Fari þessi viðskipti fram að viðstöddum frændanum, sem hreyfir ekki athugasemdum, yrði hann vafalaust skuldbundinn sem ábyrgðarmaður gagnvart bankanum. Sjá Garantirett III, bls. 129. 13 í H 1990 1593 reyndi á sérstætt tilvik varðandi stöðluð form skuldabréfa með sjálf- skuldarábyrgð. Málsatvik voru þau, að nöfn tveggja ábyrgðarmanna voru rituð undir svohljóðandi yfirlýsingu: „Eftirtaldir aðilar takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuld þessari ...“. Hins vegar höfðu þeir ekki undirritað svohljóðandi yfirlýsingu neðanmáls á bréfinu: „Samþykkir ofanskráðu sem sjálfskuldarábyrgðaraðilar:“ Abyrgðarmennirnir vefengdu, að þeir hefðu gengist í ábyrgð fyrir aðalskuldara bréfsins, en síðar féll niður þingsókn af þeirra hálfu. Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á það með héraðsdómi, að ábyrgðarmennimir hefðu viðurkennt ábyrgð sína með því að fella niður þingsókn. Sfðan sagði, að í sóknargögnum í héraði væri því ekki lýst, hver atvik voru að gerð skuldabréfsins og ritun nafna ábyrgðar- manna. Samkvæmt þessu var talið ósannað, eins og málið lá fyrir héraðsdómara, að ábyrgðar- mennirnir hefðu tekið á sig sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingu aðalskuldara. I sératkvæði tveggja hæstaréttardómara var vísað til þess, að ómótmælt væri, að ábyrgðarmennimir hefðu ritað eigin hendi nöfn sín á skuldabréfið. Þótt þeir hefðu skrifað nöfn sín á annan stað á bréfmu en til var ætlast, var ekki talið varhugavert að líta svo á, að þeir hefðu gert það í því skyni að taka á sig ábyrgð samkvæmt skuldabréfinu. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.