Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 24
er, sérstaklega ef ábyrgð er veitt með munnlegri yfirlýsingu frá ábyrgðarmanni til kröfuhafa.14 Ef kröfuábyrgð er ekki skrifleg er jafnframt hætt við, að það verði talið fela í sér vísbendingu þess, að ekki hafi stofnast skuldbindandi ábyrgð.15 4.1.3 Kröfuábyrgð og yfirlýsingar án skuldbindinga I tengslum við viðskipti geta gengið á milli manna ýmsar yfirlýsingar án skuldbindinga, meðal annars um fjárhagslega stöðu þeirra, sem hlut eiga að máli. í sumum tilvikum getur leikið vafi á því, hvort um sé að ræða kröfuábyrgð eða yfirlýsingu, sem felur ekki í sér skuldbindingu fyrir þann, sem hana gefur. Verður fjallað um þetta viðfangsefni eftir efni þeirra yfirlýsinga, sem til álita koma. A Meðmæli Lýsi einhver því yfir, að tiltekinn maður sé traustur í viðskiptum og hvetji til viðskipta við hann, yrði slíkt tæplega talin skuldbindandi kröfu- ábyrgð. Við mat á þessu getur efni viðkomandi yfirlýsingar haft áhrif, svo og hve ákveðin hún er. Þá gæti einnig skipt máli, hvort sá, sem yfirlýsinguna gefur, hafi tekið virkan þátt í því að koma á viðskiptum, auk atvika að öðru leyti. Þótt yfirlýsingar sem þessar geti almennt ekki falið í sér kröfuábyrgð, gæti sá, sem valdið hefur tjóni með slíkri yfirlýsingu gegn betri vitund, orðið bótaskyldur samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar utan samninga. B Mat á gjaldfærni Annað markatilvik kröfuábyrgðar og yfirlýsinga, sem fela ekki í sér skuldbindingu, eru upplýsingar um fjárhagsmálefni annarra og mat á lánstrausti þeirra. Þetta er einkum álitaefni varðandi þá, sem gera sér atvinnu af því að miðla slíkum upplýsingum. Varla kemur til álita, að upplýsingar af þessu tagi geti falið í sér loforð um kröfuábyrgð. Á hinn bóginn gæti sá, sem hefur slíka starfsemi með höndum, bakað sér bótaábyrgð eftir almennum reglum vegna tjóns, sem hann hefur með gáleysi valdið kröfuhafa. 14 Úr danskri dómaframkvæmd má benda á UfR 1930. 411, varðandi þetta álitaefni. Þar voru málsatvik þau, að verktaki hafði tekið að sér gagnvart verkkaupa að byggja hús og átti verktaki að leggja til efni í bygginguna. Fyrirtæki sem selt hafði verktakanum timbur til byggingarinnar hélt því fram, að verkkaupi hefði ábyrgst greiðslu þess munnlega með svohljóðandi yfirlýsingu: „De skal ikke komme til at lide noget tap ved R... (verktaki), det indstaar jeg Dem for“. Verkkaupi hefði hins vegar í kjölfarið ekki viljað staðfesta ábyrgð sína skriflega og síðar andmælt því, að hann hefði tekist á hendur ábyrgð, heldur einungis látið í ljós þá von sína, að fyrirtækið tapaði ekki á viðskiptunum. Nokkru síðar lést verkkaupinn og var höfðað mál gegn ekkju hans, sem sat í óskiptu búi. Hæstiréttur taldi ekki sannað, að verkkaupinn hefði tekist á hendur ábyrgð og var ekkjan sýknuð. 15 Carsten Smith, Garantirett III, bls. 133. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.